Geimskot Falcon 9-eldflaugar Spacex er á áætlun en fyrirtækið ætlar að gera aðra tilraun til að lenda 1. þrepi hennar. Hægt er að fylgjast með geimskotinu og tilrauninni í beinni útsendinguna á Youtube-rás SpaceX.
Farmur geimflaugarinnar er Jason-3-gervihnötturinn en hann á að gera athuganir á hæð yfirborðs sjávar í tengslum við rannsóknir á loftslagsbreytingum.
SpaceX tókst að lenda 1. þrepi eldflaugar í fyrsta skipti á þurru landi aðfaranótt 22. desember að íslenskum tíma. Tilraunin nú er hins vegar gerð á pramma úti á sjó vegna þess að leyfi fékkst ekki fyrir lendingu á landi í tæka tíð.
Uppfært KL. 19:00: Gervihnattasamband við lendingarprammann í Kyrrahafinu glataðist og afdrif 1. þreps eldflaugarinnar hefur ekki verið staðfest ennþá. Útsending SpaceX hefst aftur um kl. 19:40 þegar næsti bruni Falcon 9-eldflaugarinnar fer fram. Markmiðið er að koma Jason-3 á braut um jörðu sem liggur yfir pólana.