Fljótandi efni gat verið á Plútó

Fyrirbæri sem líkist frosinni tjörn norður af Spútniksléttunni á Plútó.
Fyrirbæri sem líkist frosinni tjörn norður af Spútniksléttunni á Plútó. NASA/JHUAPL/SwRI

Öfga­kennd árstíðaskipti á dverg­reiki­stjörn­unni Plútó gætu þýtt að þar hafi verið loft­hjúp­ur sem óx og rýrnaði. Þegar loft­hjúp­ur­inn var þykk­ari er mögu­legt að stöðuvötn úr köfn­un­ar­efni hafi verið að finna á yf­ir­borðinu, að sögn aðal­vís­inda­manns New Horizons-leiðang­urs­ins.

Mönd­ul­halli jarðar veld­ur árstíðaskipt­um og sömu sögu er að segja á Plútó. Hall­inn á möndli Plútó er hins veg­ar marg­falt meiri en jarðar, 120° á móti 23°jarðar, en auk þess tek­ur það dverg­reiki­stjörn­una 248 jarðár að fara einn hring um sól­ina. Það þýðir að árstíðaskipt­in þar eru mun öfga­kennd­ari en á jörðinni.

Alan Stern, aðal­vís­indamaður New Horizons-geim­fars­ins sem flaug fram hjá Plútó síðasta sum­ar, seg­ir að þessi breyti­leiki af­stöðu Plútós til sól­ar­inn­ar þýði að sól­ar­ork­an sem berst til yf­ir­borðsins sé mis­mik­il. Það hafi aft­ur áhrif á loftþrýst­ing. Hann hafi getað flökt á millj­ón­um og jafn­vel millj­örðum ára.

Loftþrýst­ing­ur á Plútó er nú um einn hundrað þúsund­asti hluti af loftþrýst­ingi við sjáv­ar­mál jarðar. Áður fyrr gæti hann hins veg­ar hafa verið allt að 10.000 meiri en hann er nú. Á sum­um stöðum hafi hann getað verið allt frá fjór­um til fjöru­tíu sinn­um meiri en á Mars. Við slík­an þrýst­ing hafi köfn­un­ar­efni verið til á fljót­andi formi á yf­ir­borðinu. Það gæti út­skýrt sum­ar þær mynd­an­ir sem New Horizons hef­ur séð á Plútó. Ein þess­ara mynd­ana er eitt­hvað sem lík­ist lít­illi fros­inni tjörn á Tombaugh-svæðinu á Plútó.

„Þetta breyt­ir virki­lega sýn okk­ar á þessa litlu reiki­stjörnu,“ sagði Stern 

Frétt Space.com 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert