Lending SpaceX á 30 sekúndum

Falcon 9-eldflaugin þýtur af stað frá Canaveral-höfða á Flórída í …
Falcon 9-eldflaugin þýtur af stað frá Canaveral-höfða á Flórída í gær. AFP

Geimferðafyrirtækið SpaceX vann enn einn sigurinn þegar því tókst að lenda fyrsta stigi eldflaugar sinnar á pramma í Atlantshafi í þriðja sinn í gær. Fyrirtækið hefur birt magnað myndband úr myndavél utan á eldflauginni sem sýnir lendinguna á hálfri mínútu.

Farmur Falcon 9-eldflaugarinnar var japanska samskiptagervitunglið THAICOM 8 sem hún kom upp í um 91.000 kílómetra hæð á braut um jörðu. Þegar fyrsta þrep eldflaugarinnar hafði verið skilið frá efra þrepinu var því flogið aftur niður til jarðar og lent á fjarstýrða prammanum Of Course I still love you.

Markmið SpaceX með því að lenda eldflaugarþrepinu er að endurnýta það og draga þannig verulega úr kostnaði við geimferðir. Helsti kostnaðurinn er geimskotið sjálft, fyrst og fremst eldflaugin sjálf sem hefur fram að þessu verið einnota.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert