Kveðja Rosettu með söknuði

ESA missti samband við Rosettu kl. 11:19 að íslenskum tíma …
ESA missti samband við Rosettu kl. 11:19 að íslenskum tíma og var það staðfesting á árekstrinum við halastjörnuna. AFP

Leiðang­ur geim­fars­ins Rosettu sem lauk í dag er tví­mæla­laust einn allra best heppnaði rann­sókn­ar­leiðang­ur evr­ópsku geim­stofn­un­ar­inn­ar (ESA), að mati Sæv­ars Helga Braga­son­ar, rit­stjóra Stjörnu­fræðivefs­ins og for­manns Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags Seltjarn­ar­ness. Viðeig­andi sé að Rosetta sofi nú svefn­in­um langa á yf­ir­borði hala­stjörn­unn­ar eins og lend­ing­ar­farið Philae.

Endi var bund­inn á tólf ára leiðang­ur Rosettu þegar henni var stýrt til brot­lend­ing­ar á hala­stjörn­unni 67P/​Churyu­mov-Gerasi­men­ko rétt fyrr há­degi að ís­lensk­um tíma. Geim­farið hafði verið í rúm tvö ár á braut um hala­stjörn­una og sent Philae til lend­ing­ar á yf­ir­borðinu í nóv­em­ber árið 2014.

Sæv­ar Helgi seg­ir að rann­sókn­ir Rosettu og Philae und­an­far­in tvö ár hafi breytt skiln­ingi manna á hala­stjörn­um og upp­runa þeirra en þetta var í fyrsta skipta sem geim­far komst á braut um og lenti á hala­stjörnu.

„Hala­stjörnu­rann­sókn­ir eru mjög mik­il­væg­ar því þær snerta upp­runa sól­kerf­is­ins og þar af leiðandi hafa þær áhrif á hug­mynd­ir okk­ar um til­urð jarðar, upp­runa vatns á jörðinni og hlut­verk hala­stjarna í að sá fræj­um lífs um sól­kerfið. Rosetta upp­götvaði til að mynda flókn­ar líf­ræn­ar sam­eind­ir á hala­stjörn­unni og mældi sömu­leiðis gerð vatns­ins í hala­stjörn­unni sem reynd­ist ger­ólík vatni á jörðinni. Það hef­ur áhrif á hug­mynd­ir manna um hvers vegna jörðin er jafn blaut og raun ber vitni,“ seg­ir Sæv­ar Helgi.

Gúmmíönd­in gæti klofnað

 Ekki skemmdi held­ur fyr­ir að 67P er sér­stak­lega furðuleg og ger­ólík öðrum hala­stjörn­um sem menn hafa rann­sakað í ná­vígi.

„Hala­stjarn­an 67P minn­ir um margt á gúmmíönd í út­liti. Hún virðist hafa höfuð, háls og lík­ama en á háls­in­um eru mikl­ar sprung­ur sem gætu leitt til þess að hala­stjarn­an klofni í tvennt í framtíðinni. 67P var því lík­leg­ast tvær hala­stjörn­ur í upp­hafi sem hafi runnið sam­an í eina,“ seg­ir Sæv­ar Helgi.

Síðasta myndin sem Rosetta tók af halastjörnunni fyrir áreksturinn, úr …
Síðasta mynd­in sem Rosetta tók af hala­stjörn­unni fyr­ir árekst­ur­inn, úr um 51 metra fjar­lægð. AFP

Mæl­ing­ar Rosettu sýna líka að hala­stjarn­an er afar grop­in. Um þriðjung­ur innviða henn­ar er ís og ryk en um 70% tóma­rúm.

„Hala­stjarn­an er því nokk­urs kon­ar ísruslahaug­ur sem er mjög laus í sér og „brot­hætt­ur““, seg­ir Sæv­ar Helgi.

Það hef­ur einnig komið á óvart að á hálsi hala­stjörn­unn­ar er ör veðrun eða rof að eiga sér stað sem virðist hafa leitt í ljós frum­stæðasta efnið sem hala­stjarn­an er gerð úr. Þetta gæti verið upp­runa­lega bygg­ing­ar­efni hala­stjarn­anna.

Rosettu-leiðang­ur­inn og ekki síst lend­ing­in á hala­stjörn­unni fangaði at­hygli og ímynd­un­ar­afl heims­byggðar­inn­ar. Óhætt er að segja að blendn­ar til­finn­ing­ar hafi verið hjá verk­fræðing­um og vís­inda­mönn­um ESA í dag þegar hon­um lauk en sum­ir þeirra höfðu unnið að verk­efn­inu í hátt í þrjá­tíu ár.

„Við kveðjum Rosettu með mikl­um söknuði en hlökk­um jafn­framt til næstu rann­sókn­ar­leiðangra ESA út í sól­kerfið,“ seg­ir Sæv­ar Helgi um lok leiðang­urs­ins.

Boðið var upp á konfektmola í laginu eins og halastjarnan …
Boðið var upp á kon­fekt­mola í lag­inu eins og hala­stjarn­an 67P í stjórn­stöð leiðang­urs­ins í Darmsta­dt í Þýskalandi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert