Telja neðanjarðarhaf undir ísnum á Plútó

Plútó eins og hann kom fyrir sjónir New Horizons. Spútniksléttan …
Plútó eins og hann kom fyrir sjónir New Horizons. Spútniksléttan er vestasti hluti hjartalaga svæðisins sem nefnist Tombough-svæðið. AFP

Vís­inda­menn sem hafa farið yfir mynd­ir og gögn frá geim­far­inu New Horizons telja að haf fljót­andi vatns sé að finna und­ir frosnu yf­ir­borði dverg­reiki­stjörn­unn­ar Plútós. Hafið er lík­lega blandað ískrapa um 150-200 kíló­metra und­ir yf­ir­borðinu. Það gæti verið um hundrað kíló­metra djúpt og inni­haldið eins mikið vatn og öll höf jarðar.

Sagt var frá þess­um niður­stöðum í tveim­ur grein­um sem birt­ust í vís­inda­rit­inu Nature í dag. Vís­inda­menn­irn­ir telja að hiti sem er enn til staðar í kjarna Plútós frá því að hnött­ur­inn myndaðist fyr­ir um 4,6 millj­örðum ára haldi vatn­inu fljót­andi þrátt fyr­ir fimb­ul­kuld­ann á þess­um ysta hjara sól­kerf­is­ins.

„Það er nógu mikið berg á Plútó til að tölu­verður hiti geti enn mynd­ast og ís­skel sem er nokk­ur hundruð kíló­metra þykk er góð ein­angr­un. Þannig er djúpt neðanj­arðar­haf ekki of óvænt sér­stak­lega ef það er ammoní­ak í haf­inu en það virk­ar eins og frost­lög­ur,“ seg­ir Franc­is Ni­mmo, reiki­stjörnu­fræðing­ur við Kali­forn­íu­há­skóla við Reu­ters-frétta­stof­una.

Bæt­ist í hóp hnatta með neðan­sjáv­ar­haf

Vís­inda­menn­irn­ir komust að þeirri niður­stöðu að neðanj­arðar­haf hlyti að vera til staðar á Plútó þegar þeir reyndu að ráða í eitt helsta kenni­leiti dverg­reiki­stjörn­unn­ar, Spútnik­slétt­una. Hún er um 1.000 kíló­metra breið loft­steina­dæld nærri miðbaugi Plútós.

Tölvu­líkön bentu til þess að dæld­in hefði fyllst af ís sem hafi valdið því að Plútó valt á hliðina og ís­skopa hans brotnaði. Það gæti aðeins gerst ef neðanj­arðar­haf fljót­andi vatns væri til staðar.

Und­an­far­in ár og ára­tugi hafa stjörnu­fræðing­ar fundið nokkra hnetti í sól­kerf­inu þar sem fljót­andi vatn gæti verið til staðar und­ir ís­skorpu, þar á meðal á Evr­ópu og En­keladusi, tungl­um Júpíters og Sa­t­úrnus­ar. Þar gæti líf jafn­vel þrif­ist á efna­orku við jarðhitastrýt­ur á hafs­botn­in­um.

Rich­ard Binzel, reiki­stjörnu­fræðing­ur við MIT-há­skóla og einn höf­unda rann­sókn­ar­inn­ar, seg­ir að Plútó sé ekki lík­leg­ur til að hýsa líf vegna þess hversu þykk ís­skorpa hans er en úti­lok­ar það þó ekki al­ger­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert