Yahoo varar við meiri háttar gagnastuldi

Yahoo er ekki í góðum málum eftir tvo meiri háttar …
Yahoo er ekki í góðum málum eftir tvo meiri háttar gagnaleka á skömmum tíma. AFP

Yfir milljarður notenda tölvupóstþjónustu Yahoo gæti hafa orðið fyrir gagnastuldi þegar tölvuþrjótar brutust inn í kerfi fyrirtækisins árið 2013. Tölvuinnbrotið er ekki það sama og fyrirtækið hafði áður greint frá þar sem upplýsingum um 500 milljónir notenda var stolið.

Forsvarsmenn Yahoo segja að sérfræðingar hafi staðfest að gögn sem löggæsluaðilar komu til fyrirtækisins séu í raun upplýsingar um notendur þess. Á meðal gagnanna gætu verið nöfn, tölvupóstföng, símanúmer, fæðingardagar, stytt lykilorð og í sumum tilfellum öryggisspurningar og svör. Ekki er talið að þrjótarnir hafi komist yfir ódulkóðuð greiðslukortanúmer eða bankaupplýsingar.

Gagnastuldur sem tilkynnt var um í september var þá sá stærsti sinnar tegundar. Uppljóstranirnar um hann gerðu nærri því út um kaup Verizon á Yahoo. Fréttirnar nú eru taldar verulegt áfall fyrir Yahoo sem er að reyna að selja kjarnastarfsemi sína til Verizon fyrir 4,8 milljarða dollara.

Frétt Mbl.is: Stálu upplýsingum frá 500 milljón Yahoo-notendum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert