Curiosity stopp með bilaðan bor

Hluti af bor Curiosity á mynd frá því í febrúar …
Hluti af bor Curiosity á mynd frá því í febrúar í fyrra. ljósmynd/NASA/JPL-Caltech/MSSS

Könn­un­ar­jepp­inn Curi­osity er kom­inn í snemm­búið jóla­frí eft­ir að bor sem notaður er til að rann­saka jarðmynd­an­ir á Mars bilaði í byrj­un mánaðar. Stjórn­end­ur jepp­ans hafa ákveðið að láta hann halda kyrru fyr­ir á meðan verk­fræðing­ar reyna að kom­ast til botns í bil­un­inni.

Vanda­málið með bor­inn lét fyrst á sér kræla 1. des­em­ber en þá gat Curi­osity ekki lokið bor­un sem til stóð að gera í hlíðum Sharp-fjalls sem vél­mennið hef­ur verið að mjaka sér upp und­an­farna mánuði, að því er kem­ur fram í frétt Spaceflig­ht Now.

Í fyrstu töldu verk­fræðing­ar að vanda­málið mætti rekja til hug­búnaðar sem teng­ist skynj­ur­um sem seg­ir tölvu Curi­osity hvernig bor­inn geng­ur. Eft­ir frek­ari skoðun lít­ur hins veg­ar út fyr­ir að bil­un­in sé vél­ræns eðlis. Hem­ill í hluta bors­ins sem fær­ir hann upp og niður er sagður standa á sér.

Curiosity boraði þessa holu í jarðveginn á Mars 19. maí …
Curi­osity boraði þessa holu í jarðveg­inn á Mars 19. maí 2013 og tók sýni úr berg­inu. NASA/​JPL-Caltech/​MSSS

Ashw­in Vasa­vada, vís­indamaður við Curi­osity hjá Jet Prop­ulsi­on Lab NASA í Kali­forn­íu, seg­ir að tek­ist hafi að laga vanda­málið að hluta til að byrja með. Nú komi vanda­málið hins veg­ar ít­rekað upp.

Tvö aðal­rann­sókna­tæki Curi­osity reiða sig á berg­sýni sem bor­inn á fær­an­leg­um armi könn­un­ar­jepp­ans afl­ar. Þau leita meðal ann­ars að líf­ræn­um efna­sam­bönd­um og greina steinefni í sýn­un­um.

Curi­osity er nú á sínu fimmta ári á rauðu reiki­stjörn­unni en upp­haf­lega átti leiðang­ur­inn aðeins að standa yfir í tvö ár. Á þeim tíma hef­ur jepp­inn keyrt um fimmtán kíló­metra eft­ir yf­ir­borði Mars. Könn­un­ar­farið er nú að kanna hlíðar Sharp-fjalls og rann­saka sí­fellt yngri set­lög eft­ir því sem það fer ofar. Set­lög­in gefa vís­inda­mönn­um betri hug­mynd um hvernig lofts­lag Mars breytt­ist yfir hundruð millj­óna ára.

Um­fjöll­un Spaceflig­ht Now

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert