Öskuský tíðari en áður var talið

Gosstrókurinn frá Eyjafjallajökli, séð frá Fljótshlíðinni.
Gosstrókurinn frá Eyjafjallajökli, séð frá Fljótshlíðinni. mbl.is/Golli

Ösku­ský af völd­um eld­gosa, sem truflað geta flug­um­ferð yfir Norður-Evr­ópu, gætu verið tíðari en áður var talið. Þetta er niðurstaða nýrr­ar rann­sókn­ar á ösku­lög­um víða í álf­unni, en næst­um öll eiga þau upp­runa sinn að rekja til Íslands.

Fyrri rann­sókn­ir höfðu leitt í ljós að um 56 ár líði að meðaltali á milli slíkra at­b­urða, en nú þykir sýnt að tíðnin sé meiri eða að meðaltali eitt til­vik á hverj­um 44 árum.

Um 250 millj­ón­um tonna af fín­gerðum korn­um var hleypt upp í and­rúms­loftið þegar gos varð und­ir Eyja­fjalla­jökli árið 2010, og þotur voru kyrr­sett­ar vítt og breitt um Evr­ópu.

Frétt mbl.is: Flug­um­ferð áfram bönnuð

Aska úr eldgosinu í Eyjafjallajökli dreifðist yfir Norður-Evrópu árið 2010.
Aska úr eld­gos­inu í Eyja­fjalla­jökli dreifðist yfir Norður-Evr­ópu árið 2010. mbl.is/​Krist­inn

Meiri gögn, ör­ugg­ari niður­stöður

Eld­gosið í Grím­svötn­um aðeins ári síðar olli einnig trufl­un­um á flug­um­ferð, þó tals­vert minni.

En þrátt fyr­ir að aðeins ár hafi liðið á milli þess­ara gosa, segja vís­inda­menn að tíðnin sé í raun og veru nokkuð lít­il.

„Því meiri gögn sem þú hef­ur und­ir hönd­um, þeim mun ör­ugg­ari get­urðu verið með niður­stöðuna, og það er það sem við vild­um gera með þess­ari rann­sókn,“ seg­ir dr. Ivan Sa­vov við Leeds-há­skóla í sam­tali við frétta­stofu BBC.

Niður­stöðurn­ar voru birt­ar í grein í fræðirit­inu Earth and Pla­net­ary Science Letters.

Aðal­höf­und­ur grein­ar­inn­ar, Liz Wat­son, seg­ir að niður­stöðurn­ar geti aðstoðað flug­fé­lög, trygg­inga­fyr­ir­tæki og al­menn­ing í áætl­un­um sín­um, og hjálpað þeim að minnka tap sitt vegna mögu­legra trufl­ana af þess­um sök­um.

Skrif­leg­ar heim­ild­ir um ösku­fall í Evr­ópu ná aðeins nokk­ur hundruð ár aft­ur í tím­ann. Þurftu rann­sak­end­ur því að skoða jarðlög til að skilja tíðni eld­gos­anna yfir lengri tíma­bil.

Askan sem féll á Mýrdalssandi var afar fíngerð og þyrlaðist …
Ask­an sem féll á Mýr­dalss­andi var afar fín­gerð og þyrlaðist upp þegar bíl­um var ekið aust­ur eft­ir Suður­lands­vegi, inn í gos­mökk­inn. mbl.is/Ó​mar

Skoðuðu mýr­lendi og vatns­botna

Til staðar var ágæt­ur gagna­grunn­ur yfir sýni úr jarðlög­um, sem sýndu hvar og hvenær aska hefði fallið til jarðar, en Wat­son og koll­eg­ar henn­ar vildu at­huga hvort það væru ein­hverj­ar glopp­ur í grunn­in­um.

Skoðaði hóp­ur­inn því mýr­lendi og vatns­botna í Englandi, Wales, Svíþjóð og Póllandi, þar sem borað var niður í jörðina til að finna leif­ar af agn­arsmá­um gler­brot­um sem eld­fjöll mynda, svo­kallaða gos­möl eða gjósku.

Og hvert sem litið var, mátti finna ný og áður óþekkt ösku­lög, sem gáfu til kynna að glopp­ur í gagna­grunn­in­um væru af völd­um ónógra fyrri rann­sókna.

Sé litið til síðustu sjö þúsund ára, sýna gögn að 84 ösku­ský breidd­ust á því tíma­bili yfir Norður-Evr­ópu. Voru þau næst­um ein­göngu frá Íslandi kom­in, utan nokk­urra frá Alaska og Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka