Ekki fleiri smit vegna WannaCry

Fylgst með útbreiðslu vírussins í Suður-Kóreu.
Fylgst með útbreiðslu vírussins í Suður-Kóreu. AFP

Póst- og fjarskiptastofnun höfðu klukkan 16.30 ekki borist fleiri staðfestar upplýsingar um tölvusýkingar af völdum WannaCry-vírussins frá því í morgun þegar ljóst var að tvær tölvur höfðu smitast hér á landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni.

„Mjög hefur hægt á útbreiðslu óværunnar, en Netöryggissveitin CERT-ÍS er áfram í virkum samskiptum við fjölda aðlila bæði innanlands og utan vegna þessarar umfangsmestu gagnagíslatökuárásar sem heimurinn hefur séð hingað til,“ segir í tilkynningunni.

Þar kemur fram að áfram verði fylgst grannt með þróun mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert