Hafinn er rekstur á tæki sem gleypir koltvíoxíð úr lofti. Orkuveita Reykjavíkur ásamt samstarfsaðilum hefur þróað tækni sem tekur við gasinu og bindur það í grjót. Þessi aðferð gæti nýst á fleiri stöðu í heiminum til að draga úr mengun t.d. á Indlandi, í Bandaríkjunum og víðar.
Orkuveita Reykjavíkur og alþjóðlega svissneska sprotafyrirtækið Climeworks hafa tekið höndum saman í að þróa þetta verkefni sem nefnist CarbFix2 og var kynnt á blaðamannfundi í dag.
Vélin fangar koltvíoxíð úr lofti lítur út eins og stór vifta og var formlega tekin í notkun í gærkvöld. Hún gleypti koltvísýring með tilætluðum árangri. Næstu skref er að kanna hvort búnaðurinn standist íslenska veðráttu og fleira þess háttar. Verkefnið er til nokkurra ára.
„Ef þetta virkar vel verður skoðað að stækka starfsemina hérna á Hellisheiðarvirkjun. Vonandi seinna verður þetta hægt í öllum heiminum,“ segir Hildigunnur H. Thorsteinsson framkvæmdastjóri Þróunar OR. Í framtíðinni gæti tækinu verið komið fyrir þar sem mikill útblástur koltvíoxíð er t.d. við hlið mengandi iðnaðar og gæti breytt þessum lofttegundunum í stein.
Hildigunnur bendir á að ef við ætlum að ná markmiðum í loftslagsmálum í heiminum er ekki nóg að minnka útblásturinn heldur verðum við að taka eitthvað af því sem við erum nú þegar búin að setja út í andrúmsloftið og gera eitthvað við það.
Í Hellisheiðarvirkjun hefur verið unnið að því síðustu 10 ár að binda koltvíoxíð og brennisteinsvetni úr gufunni sem steintegund í basaltberglögunum með góðum árangri. Á innan við tveimur árum breytist koltvísýringurinn í stein.
Hildigunnur bendir á að hægt væri að dæla koltvíoxíðinu niður á hafsbotn þar sem stór hluti hafsbotnsins eru úr basalti. Til að ná að framkvæma þetta þarf bæði að vera mikið vatn og basalt.
CarbFix2 verkefnisið er stutt af Evrópusambandinu, OR og Climeworks vinna í samstarfi við Háskóla Íslands, Rannsóknarráð franska ríkisins (CNRS) og spænska ráðgjafarfyrirtækið Amphos 21.