Netárásir eru atvinnugrein og fara vaxandi

Netárásir virðast færast í aukana víða í heiminum.
Netárásir virðast færast í aukana víða í heiminum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Landsmenn kunna að hafa fundið fyrir auknu áreiti svindltölvupósta, sem stundum eru kallaðir Nígeríubréf, þar sem reynt er að sannfæra viðtakanda um að hans bíði umbun í formi peninga fari hann eftir fyrirmælum póstanna.

Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Theódór Ragnar Gíslason, tæknistjóra tölvuöryggisfyrirtækisins Syndis, um málið. Theódór segir að þó hann hafi ekki formlega mælingu á slíkum póstum þá bendi margt til að þeir séu að aukast.

„Við sem einkafyrirtæki erum að fá fleiri svona hluti inn á okkar borð,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í blaðinu og bendir á að meinfýsnari tölvuárásir færist einnig í aukana en tölvupóstarnir séu einfaldasta útgáfa netárása.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert