Máninn hátt á himni skín

Ofurmáninn séð frá svölum íbúðarhúss í Hong Kong í gær.
Ofurmáninn séð frá svölum íbúðarhúss í Hong Kong í gær. AFP

Tunglið var digurt og bjart í morgun er sjá mátti svokallaðan ofurmána á himinhvolfinu. Í morgun var tunglið á spor­baugi sín­um eins ná­lægt jörðu og það kemst á þessu ári.

Aðstæður til þess að sjá of­ur­mán­ann hér á Íslandi voru þó ekki góðar en af myndum sem teknar voru erlendis að dæma var hann einstaklega fagur á að líta. 

Næsta von um að sjá of­ur­mána er á fyrsta degi nýs árs, ný­árs­dag, og ef veður er ekki hag­stætt þann dag er von á of­ur­mána 31. janú­ar.

Á Stjörnufræðivefnum getur þú fræðst meira um ofurmánann.

Íbúar Búrma sáu ofurmánann vel. Fuglar sitja á rafmagnslínu fyrir …
Íbúar Búrma sáu ofurmánann vel. Fuglar sitja á rafmagnslínu fyrir framan hann. AFP
Ofurmáninn rís við fjölbýlishús í ísraelsku borginni Netanya.
Ofurmáninn rís við fjölbýlishús í ísraelsku borginni Netanya. AFP
Máninn skein hátt á himninum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Máninn skein hátt á himninum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. AFP
Ofurmáninn í Búrma.
Ofurmáninn í Búrma. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert