Tunglið var digurt og bjart í morgun er sjá mátti svokallaðan ofurmána á himinhvolfinu. Í morgun var tunglið á sporbaugi sínum eins nálægt jörðu og það kemst á þessu ári.
Aðstæður til þess að sjá ofurmánann hér á Íslandi voru þó ekki góðar en af myndum sem teknar voru erlendis að dæma var hann einstaklega fagur á að líta.
Næsta von um að sjá ofurmána er á fyrsta degi nýs árs, nýársdag, og ef veður er ekki hagstætt þann dag er von á ofurmána 31. janúar.