Tölvugallinn mun stærri en haldið var

Gallinn gæti einnig haft áhrif á fjölda farsíma.
Gallinn gæti einnig haft áhrif á fjölda farsíma. Ljósmynd/Thinkstock

Komið hefur í ljós að sá galli í örgjörvum sem gerir tölvuglæpamönnum kleift að nálgast viðkvæmar upplýsingar úr tölvum er mun stærri en haldið var í fyrstu. Áður hafði verið greint frá því að um örgjörva frá bandaríska hátæknifyrirtækinu Intel væri að ræða en nú er ljóst að gallinn er mun víðtækari og gæti haft áhrif á milljarða tækja, þar á meðal snjallsíma. Telegraph greinir frá.

Gallinn mun einnig hafa áhrif á örgjörva sem hannaðir eru af breska fyrirtækinu Arm Holdings, en hönnun þeirra er notuð í nánast öllum snjallsímum og spjaldtölvum. Þá hefur gallinn einnig áhrif á örgjörva frá fyrirtækinu AMD, sem og Intel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert