15 mislingasmit á 4 vikum

Aðeins með góðri þátttöku í bólusetningum má koma í veg …
Aðeins með góðri þátttöku í bólusetningum má koma í veg fyrir faraldra af völdum bólusetningasjúkdóma hér á landi. AFP

Tveir ein­stak­ling­ar voru greind­ir með misl­inga í Gauta­borg í dag sem þýðir að fimmtán manns hafa greinst með misl­inga í borg­inni frá 10. des­em­ber. Öll smit­in hafa komið upp á sjúkra­húsi, seg­ir Peter Ulleryd, aðstoðarsótt­varn­ar­lækn­ir í Västra Göta­land í sam­tali við Dagens Nyheter.

Ulleryd seg­ir að smit­in hafi komið upp í tengsl­um við sjúkra­húsið, svo sem hafi smit borist á milli fólks á biðstofu. Hann seg­ist þess full­viss að fleiri muni grein­ast með misl­inga á næst­unni þrátt fyr­ir að flest börn séu bólu­sett þar í landi.

Á vef embætt­is land­lækn­is kem­ur fram að misl­ing­ar hafi einnig greinst hjá tveim­ur starfs­mönn­um alþjóðaflug­vall­ar­ins í Riga, Lett­landi á þessu ári. Misl­ing­ar hafa greinst í mörg­um Evr­ópu­lönd­um og víðar í heim­in­um und­an­far­in ár einkum meðal þeirra ein­stak­linga sem eru óbólu­sett­ir. Því má gera ráð fyr­ir að stöku til­felli grein­ist í lönd­um eins og Íslandi þar sem hlut­fall bólu­settra er hátt.

Þrjú misl­inga­smit hér í fyrra

Vorið 2017 greind­ust misl­ing­ar hjá níu mánaða gömlu barni hér á landi sem dval­ist hafði í Taílandi. Fjöldi ein­stak­linga hafði verið í mis­nán­um sam­skipt­um við barnið meðan á veik­ind­un­um stóð. Stærsti hluti þess­ara ein­stak­linga var bólu­sett­ur en óbólu­sett­um ein­stak­ling­um var boðin bólu­setn­ing sem all­flest­ir þáðu.

Tví­bura­bróðir barns­ins veikt­ist svo af misl­ing­um hér á landi hálf­um mánuði eft­ir að bróðir­inn veikt­ist. Tví­bura­bræðurn­ir voru óbólu­sett­ir vegna ald­urs. Þetta er í fyrsta skipti í u.þ.b. ald­ar­fjórðung sem misl­inga­smit hef­ur orðið á Íslandi.

Bræðrun­um heilsaðist vel og ekki varð vart við frek­ara smit hér á landi sem tengd­ist þess­um sjúk­ling­um sem bend­ir til þess að hjarðónæmið hér á landi sé viðun­andi.

Í lok októ­ber 2017 veikt­ist svo Íslend­ing­ur sem dvald­ist í Bangla­dess með önd­un­ar­færa­ein­kenni en jafnaði sig á nokkr­um dög­um. Eft­ir heim­komu til lands­ins í nóv­em­ber 2017 fékk hann út­brot í and­liti, á hálsi og bringu án annarra ein­kenna.

Hægt var að greina misl­inga­veiruna í sjúk­lingi með erfðamögn­un­ar­tækni (PCR). Sjúk­ling­ur hafði sögu um full­nægj­andi bólu­setn­ingu gegn misl­ing­um og var mót­efna­svarið kröft­ugt sem leiddi til vægr­ar sjúk­dóms­mynd­ar sem ekki var ein­kenn­andi fyr­ir misl­inga. Ekki er kunn­ugt um hvort sjúk­ling­ur­inn hafi smitað út frá sér hér á landi, seg­ir á vef land­lækn­is.

Mest alla 20. öld­ina gengu misl­ing­ar yfir í stór­um faröldr­um hér á landi. Mjög dró úr ný­gengi misl­inga eft­ir að skipu­leg­ar bólu­setn­ing­ar hóf­ust gegn sjúk­dómn­um við tveggja ára ald­ur árið 1976. Síðar var bólu­setn­ing­in gef­in með bólu­efn­um gegn rauðum hund­um og hettu­sótt við 18 mánaða ald­ur frá ár­inu 1989. Árið 1994 var ákveðið að end­ur­bólu­setja níu ára göm­ul börn en um mitt ár 2001 var end­ur­bólu­setn­ing­in færð til 12 ára ald­urs. Misl­ing­ar á Íslandi fjöruðu út og hurfu árið 1996.

For­eldr­ar láti bólu­setja börn sín

Sótt­varna­lækn­ir hvet­ur alla for­eldra til að láta bólu­setja börn sín gegn misl­ing­um sam­kvæmt því fyr­ir­komu­lagi sem hér er við lýði (við 18 mánaða og 12 ára). Sótt­varna­lækn­ir hef­ur einnig hvatt alla heil­brigðis­starfs­menn til að huga að sín­um bólu­setn­ing­um og hvatt þá sem eru van- eða óbólu­sett­ir til bólu­setn­ing­ar.

Aðeins með góðri þátt­töku í bólu­setn­ing­um má koma í veg fyr­ir far­aldra af völd­um bólu­setn­inga­sjúk­dóma hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka