Svona er inni í gígnum á Mars

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur birt mynd sem sýnir með áhugaverðum hætti það sem blasti við rannsóknarfarinu Curiosity, Forvitni, er það lenti á Mars.

Litir myndarinnar, sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, hafa verið aðlagaðir svo umhverfið lítur út eins og við myndum sjá það í þeirri dagsbirtu sem er á jörðinni.

Myndin er tekin í gíg sem myndaðist á rauðu plánetunni við árekstur við loftstein fyrir 3,8 milljörðum ára. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert