Fyrirtækið SpaceX mun senda Falcon-geimflaug út í geim í kvöld, en til stóð að flauginni yrði skotið á loft klukkan 18.30 að íslenskum tíma. Skotinu hefur hins vegar verið frestað til 20:45 hægt verður að fylgjast með skotinu í meðfylgjandi myndbandi.
Verður þetta í fyrsta skipti sem flaugin, Falcon Heavy, flýgur en fyrirtækið SpaceX hefur greint frá því að um tilraunaskot sé að ræða og því geti ýmislegt farið úrskeiðis.
Elon Musk, forstjóri og stofnandi SpaceX, ætlar að láta eina af Tesla-bifreiðum sínum fara með geimflauginni. Vaninn er að eldflaugar séu gerðar þyngri með stál- eða steypukubbum en Musk þykir það ekki nógu spennandi. Því fer bifreiðin með.
Hægt er að fylgjast með skotinu hér: