Hafna uppfærslu á Snapchat

Snjallsímaforritið Snapchat.
Snjallsímaforritið Snapchat.

Yfir ein milljón manns hafa skrifað undir ákall til eigenda samskiptaforritsins Snapchat um að hætta við nýjustu uppfærslu sína á forritinu. Margir notendur eru ósáttir við hana og segja erfitt að nota forritið eftir breytingarnar. BBC greinir frá. 

Breytingunum var ætlað að greina betur í sundur færslur frá vinum og auglýsingatengdu efni þar með talið efni frá áhrifavöldum og frægum fólki. Evan Spiegel, eigandi Snapchat, segir að óljós mörk þarna á milli hafi valdið því að enn fleiri falskar fréttir hafi orðið til. Þetta skrifaði hann í bloggfærslu.  

Þeir sem eru ósáttastir við þessa breytingu notast við forrit sem Nic Rumsey hannaði sem vindur ofan af þessum breytingum það er að segja færir Snapchat aftur í fyrra horf. Rumsey er jafnframt einn af þeim stendur fyrir undirskriftarlistanum. 

Fyrirsætan Chrissie Teigen er ein af þeim sem er ósátt við nýjustu uppfærsluna. Hún lýsti andúð sinni á breytingunum í Twitter-færslu þar sem hún segist fá þá tilfinningu að fylgjendur hennar upplifi sig ekki lengur sem vini sína. Ástæðan er sú að það þarf að fletta til hægri til að sjá efni frá svokölluðum Snapchat-stjörnum. 

„Hversu margt fólk þarf eiginlega til sem segist hata þessa uppfærslu svo hún sé endurskoðuð?“ Spyr hún jafnframt. 

Sjá nánar á þessari vefsíðu: change.org

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka