Fengu upplýsingar um 2,7 milljónir í ESB

Evrópusambandið mun fara fram á frekari gögn frá Facebook um …
Evrópusambandið mun fara fram á frekari gögn frá Facebook um ráðgjafafyrirtækið. AFP

Breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica nýtti sér persónuupplýsingar um 2,7 milljóna facebooknotenda innan landa Evrópusambandsins. Talsmaður sambandsins greindi frá því í dag.

Framkvæmdastjórn ESB fékk bréf frá Facebook seint í gær þar sem frá þessu var greint. Evrópusambandið mun fara fram á frekari gögn frá Facebook um ráðgjafarfyrirtækið.

„Facebook staðfesti við okkur að Cambridge Analytica hefði nýtt sér upplýsingar um 2,7 milljónir Evrópubúa, eða réttara sagt 2,7 milljónir fólks í Evrópusambandinu,“ sagði talsmaður ESB.

Áður hafði verið greint frá því að Cambridge Analytica hefði nýtt sér upplýsingar allt að 87 milljóna facebooknotenda. Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book, mun bera vitni fyr­ir fram­an banda­ríska þing­nefnd 11. apríl vegna meintr­ar mis­notk­un­ar Cambridge Ana­lytica á per­sónu­leg­um upp­lýs­ing­um á Face­book.

Frétt Reuters.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert