„Pönkskjaldbökur“ í útrýmingarhættu

Fagurgrænn hanakambur er einkennismerki Mary river-skjaldbökunnar, eða pönkskjaldbökunnar, sem er …
Fagurgrænn hanakambur er einkennismerki Mary river-skjaldbökunnar, eða pönkskjaldbökunnar, sem er nú í útrýmingarhættu. AFP

Skjaldbökur af tegundinni Elusor macrurus, eða Mary river-skjaldbökur, hafa bæst á lista Dýrafræðistofnunar Lundúna yfir dýr í útrýmingarhættu.

Listinn er sérstaklega ætlaður dýrum sem eiga fáar skyldar tegundir og bera með sér óhefðbundin útlitseinkenni. 

Það á svo sannarlega við í tilfelli þessarar skjaldbökutegundar, sem er gjarnan kölluð „pönkskjaldbaka“ vegna fagurgræns hanakambs sem tegundin skartar. Öndunarfæri skjaldbökunnar eru einnig á óhefðbundnum stað en pönkarinn andar í gegnum kynfærin. 

Heimkynni skjaldbökunnar eru í Ástralíu og var tegundin vinsælt gæludýr á árum áður. 

Meðal annarra dýrategunda á listanum sem má sjá nánar á vef BBC má nefna snákategund sem skiptir um lit daglega (e. Round island keel-scaled boa), risaskjaldbökur sem verða einn metri að lengd og vega 100 kíló (e. Cantor´s giant softshell) og kínverskar krókódílaeðlur, en aðeins eru um 1.000 slíkar eftir í heiminum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert