Skipsflök fundust við leitina að MH370

Talið er að bæði flökin séu bresk kolaflutningaskip frá 19. …
Talið er að bæði flökin séu bresk kolaflutningaskip frá 19. öld. Mynd/Áströlsk samgönguöryggisyfirvöld

Leit­in að flaki farþegaþotu Malaysia Air­line, flugi 370, hef­ur enn ekki borið ár­ang­ur, nú fjór­um árum eft­ir að flug­vél­in hvarf af rat­sjám á leiðinni frá Kuala Lump­ur til Pek­ing með 239 farþega inn­an­borðs. Hins veg­ar fundu rann­sak­end­ur tvö skips­flök á botni Ind­lands­hafs árið 2015 og nú er nærri því búið að kom­ast að því hver skip­in eru. Flök­in tvö eru sögð vera af bresk­um kola­flutn­inga­skip­um frá 19. öld.

Ástr­alsk­ir fræðimenn hafa notað són­ar­mynd­ir og gaml­ar skipa­skrár í viðleitni sinni til að kom­ast að því hvaða fley það eru sem liggja þarna á hafs­botni. Fjallað um málið á vef breska rík­is­út­varps­ins, BBC.

Fyrra skipið fannst í maí árið 2015 og var með viðar­bol. Það tel­ur Dr. Ross And­er­son, sjáv­ar­forn­leifa­fræðing­ur í Ástr­al­íu að sé annað hvort flak skips­ins W. Gor­don, sem var á leið frá Skotlandi til Ástr­al­íu árið 1877, eða skips­ins Magdala, sem hvarf árið 1882 á leið sinni frá Wales til Indó­nes­íu. Talið er að um 15-30 menn hafi verið í áhöfn skipa sem þess­ara.

„Um­merki benda til þess að skipið hafi sokkið vegna at­b­urða á borð við spreng­ing­ar, sem voru al­geng­ar í kola­flutn­ingi,“ seg­ir And­er­son.

Flakið senni­lega af West Ridge en ekki hægt að slá því föstu

Seinna skipið var bark­skip úr járni og fannst við fín­kemb­ingu sjáv­ar­botns­ins í des­em­ber 2015. Þar seg­ir And­er­son að um gæti verið að ræða þrjú skip. West Ridge, sem týnd­ist árið 1883, Koor­inga sem týnd­ist 1894 eða Lake Ont­ario, sem týnd­ist árið 1897.

Teikn­ing­ar af West Ridge úr skipa­skránni munu passa best við um­merk­in um flakið á hafs­botni, að sögn And­er­son, þrátt fyr­ir að óná­kvæm­ar sögu­leg­ar heim­ild­ir geri það ómögu­legt fyr­ir rann­sak­end­ur að slá því fram með full­kom­inni vissu.

Er skipið hvarf á sín­um tíma voru 28 í áhöfn­inni, á leið frá Englandi til Ind­lands. And­er­son seg­ir að skipið hafi verið á milli 1.000 og 1.500 tonn að þyngd og að flakið sé í nokkuð heilu lagi á sjáv­ar­botn­in­um, á um það bil fjög­urra kíló­metra dýpi.

Op­in­ber leit yf­ir­valda í Ástr­al­íu, Malas­íu og Kína að flugi MH370 skilaði eng­um ár­angri, en henni var hætt í janú­ar árið 2016. Fyrr á þessu ári byrjaði þó banda­rískt einka­fyr­ir­tæki að leita að flak­inu úr lofti, en sú leit hef­ur ekki held­ur skilað ár­angri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert