Jurtaríkið frekar en dýraríkið

AFP

Lág­kol­vetnafæði get­ur stytt æv­ina um allt að fjög­ur ár og mun heil­næm­ara að neyta meiri­hluta fæðunn­ar úr jurta­rík­inu frem­ur en dýra­rík­inu. Fjallað er um rann­sókn­ina í Lancet Pu­blic Health-tíma­rit­inu. 

AFP

Í frétt BBC um rann­sókn­ina kem­ur fram að lág­kol­vetnafæði, svo sem Atkins-kúr­inn, nýt­ur mik­illa vin­sælda meðal þeirra sem vilja létt­ast og hafa komið fram vís­bend­ing­ar um að með þessu sé hægt að minnka áhætt­una á að fá ákveðna sjúk­dóma.

En banda­ríska rann­sókn­in, sem hef­ur staðið í yfir 25 ár, bend­ir til þess að holl­ara sé að draga úr kol­vetnaneyslu eða skipta út kjöti fyr­ir prótein og fitu úr jurta­rík­inu. 

AFP

Alls tóku 15.400 Banda­ríkja­menn þátt í rann­sókn­inni og fylltu út spurn­ingalista um mat og drykk sem þeir neyttu sem og skammta­stærðir. Í rann­sókn­inni er byggt á því að fólk haldi utan um það magn sem það inn­byrðir af kol­vetn­um.

Út frá þess­um upp­lýs­ing­um áætluðu rann­sak­end­ur það magn hita­ein­inga sem viðkom­andi fékk úr kol­vetn­um, fitu og próteini. Eft­ir að hafa fylgt hópn­um eft­ir í 25 ár kom í ljós að þeir sem fengu 50-55% af ork­unni úr kol­vetn­um voru með held­ur betri lífs­lík­ur en þeir sem voru á há- og lág­kol­vetnafæði. 

Kol­vetni má meðal ann­ars finna í græn­meti, ávöxt­um og sykri en kol­vetni koma að mestu leyti úr mjölvaríkri fæðu, svo sem kart­öfl­um, brauði, hrís­grjón­um, pasta og korni.

Í rann­sókn­inni er áætlað að frá 50 ára aldri séu þeir sem neyta kol­vetna í hópi sem lif­ir að meðaltali í 33 ár til viðbót­ar. Það er fjór­um árum leng­ur en þeir sem fá 30% eða minna af ork­unni úr kol­vetn­um (extra-low-carb). 2,3 árum leng­ur en þeir sem fá 30-40% af ork­unni úr (low-carb) kol­vet­um og 1,1 ári leng­ur en þeir sem fá meira en 65% eða meira úr kol­vetn­um (high-carb).

AFP

Niðurstaðan er svipuð þeim sem fram hafa komið í fyrri rann­sókn­um sem hafa verið gerðar víða um heim. 

Vís­inda­menn­irn­ir báru einnig sam­an lág­kol­vetnafæði, þar sem stór hluti fæðunn­ar inn­held­ur  prótein og fitu úr dýra­af­urðum og fæðu þar sem stór hluti próteina og fitu kom úr jurta­rík­inu.

Með því að borða meira af nauta­kjöti, lambi, svína­kjöti, kjúk­ling­um og osti í stað kol­vetna aukast lík­urn­ar á að deyja fyrr en ann­ars væri. En ef fólk vill draga úr kol­vetnaneyslu með  því að borða prótein- og fitu­ríka fæðu úr jurta­rík­inu, svo sem græn­meti og hnet­ur, minnk­ar áhætt­an aft­ur.

Því sé mælt með því að leita frek­ar í jurta­ríkið frem­ur en dýra­ríkið eft­ir prótein­um og fitu.

Alls kon­ar fróðleik um mataræði er að finna á vef embætt­is land­lækn­is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert