Toyota fjárfestir í Uber

Frumgerð af sjálfkeyrandi bifreið bandaríska fyrirtækisins Uber.
Frumgerð af sjálfkeyrandi bifreið bandaríska fyrirtækisins Uber. AFP

Jap­anski bíla­fram­leiðand­inn Toyota ætl­ar að fjár­festa 500 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, rúm­um 53 millj­örðum ís­lenskra króna, í banda­ríska fyr­ir­tæk­inu Uber. Fjár­fest­ing­in mun bein­ast að fjölda­fram­leiðslu sjálf­a­k­andi bíla, sem fyr­ir­tæk­in hyggj­ast þróa í sam­ein­ingu.

Í um­fjöll­un BBC um málið seg­ir að áætlan­ir geri ráð fyr­ir að bíl­stjóra­lausu öku­tæk­in verði notuð í þjón­ustu Uber, sem víða hef­ur náð fót­festu á leigu­bíla­markaði, þrátt fyr­ir að fé­lagið tapi pen­ing­um án af­láts. Fjár­fest­ing Toyota er tal­in til marks um að fyr­ir­tæk­in tvö ætli að ná í skottið á keppi­naut­um sín­um, í þróun sjálf­keyr­andi bíla.

Í frétta­til­kynn­ingu sem BBC vitn­ar til seg­ir að hug­búnaður frá báðum fyr­ir­tækj­um verði nýtt­ur í öku­tæki sem fram­leidd verði af Toyota og að bíla­flot­inn verði byggður á smárút­um Toyota af Sienna-gerð. Gert er ráð fyr­ir því að afurð sam­starfs­ins verði kom­in í próf­un árið 2021.

Tæknideildir Toyota og Uber munu sameina krafta sína, til að …
Tækni­deild­ir Toyota og Uber munu sam­eina krafta sína, til að ná í skottið á keppi­naut­um. Skýr­ing­ar­mynd/​Uber

Uber hef­ur átt í vand­ræðum með þróun sjálf­keyr­andi bíla. Tækni­blaðamaður BBC í Norður-Am­er­íku, Dave Lee, seg­ir að aug­ljóst hafi verið að fyr­ir­tækið þyrfti á ut­anaðkom­andi hjálp að halda, en að sam­starfið geti líka orðið Toyota til hags­bóta og sé jafn­vel frá­bært tæki­færi fyr­ir jap­anska bíla­fram­leiðand­ann.

„Frá því var greint fyrr í þess­um mánuði að Uber væri að verja 1-2 millj­ón­um Banda­ríkja­dala á degi hverj­um í þróun sjálf­keyr­andi tækni,“ skrif­ar Lee og læt­ur svo að því liggja að út­kom­an hafi ekki verið frá­bær, því hingað til hafi starf­sem­in haft í för með sér eitt bana­slys, mjög dýra lög­sókn og lít­inn sjálf-akst­ur.

Um­fjöll­un BBC í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert