Vitglöp vegna loftmengunar

AFP

Viðvar­andi loft­meng­un get­ur haft skaðleg áhrif á vit­ræn­an ár­ang­ur fólks. Þetta er niðurstaða nýrr­ar rann­sókn­ar sem var gerð af banda­rísk­um og kín­versk­um vís­inda­mönn­um.

Á fjög­urra ára tíma­bili voru hæfi­leik­ar um 20 þúsund Kín­verja í stærðfræði og munn­legri tján­ingu rann­sakaðir. Rann­sak­end­ur telja að nei­kvæð áhrif auk­ist með hækk­andi aldri og að karl­menn með litla mennt­un að baki séu í mestri hættu.

Rann­sak­end­ur telja að niðurstaðan eigi við alþjóðlega þar sem yfir 80% af íbú­um í þétt­býli í heim­in­um býr við hættu­lega loft­meng­un. Loft­meng­un er lýst sem ósýni­leg­um morðingja en um sjö millj­ón­ir dauðsfalla á ári eru rak­in til loft­meng­un­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­inni, WHO.

Frétt BBC

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert