Geimhíbýli þróuð í Stefánshelli

00:00
00:00

Margt mæl­ir með því að fyrstu hí­býli manna í geimn­um verði neðanj­arðar í hell­um. Fyr­ir­tækið 4th Pla­net log­istics vinn­ur nú að því að þróa leiðir til að kort­leggja og gera hella á tungl­inu og Mars byggi­lega í Stef­áns­helli í Hall­mund­ar­hrauni.

Ég gerði mér ferð í hell­inn í vik­unni til að hitta þá Michael Chal­mer Dunn sem er stjórn­andi 4th Pla­net log­istics og sviss­neska jarðfræðing­inn Mart­in Gass­er sem stýr­ir vett­vangs­rann­sókn­um fyr­ir­tæk­is­ins hér á landi. Þeir hafa und­an­farna viku dvalið á vett­vangi og gert próf­an­ir með drón­um og fjar­stýrðum könn­un­ar­tækj­um.

Gass­er hef­ur verið bú­sett­ur hér á landi um ára­bil og er gift­ur ís­lenskri konu. Dunn kom fyrst  hingað til lands á átt­unda ára­tugn­um en hann hef­ur eytt stór­um hluta starfsævi sinn­ar við störf á báðum pól­un­um og neðan­sjáv­ar þar sem verk­efnið hef­ur verið að skapa líf­væn­legt um­hverfi við erfiðar aðstæður.  

Af hverju hell­ar?

Dunn seg­ir ým­is­legt mæla með því að nota hella sem fyrstu hí­býli fólks í geimn­um. Með því að vera neðanj­arðar fæst skjól fyr­ir geisl­un og smærri loft­stein­um en ekki síst þá sé mik­ill kost­ur að þurfa ekki að ferðast með burðar­virki bygg­inga út í geim. Það muni um að spara hvert kíló af búnaði og far­angri þegar kem­ur að ferðum til Mars og tungls­ins. Sí­fellt er að bæt­ast við þekk­ingu vís­inda­manna á hella­kerf­um á tungl­inu og Mars og mögu­leik­inn á að skapa vist­ar­ver­ur í upp­blásn­um tjöld­um í hell­um þykir að sama skapi sí­fellt væn­legri.  

Í mynd­skeiðinu er rætt við þá Dunn og Gass­er en þeir munu líka verða á opn­um fundi Stjörnu­fræðifé­lags Seltjarn­ar­ness á laug­ar­dag og Dunn verður einnig á Explor­ers festi­val­inu sem haldið verður á Húsa­vík 22. sept­em­ber.

Verk­efnið er unnið í sam­starfi við land­eig­end­ur og á næstu árum er mark­miðið að fá er­lend­ar stofn­an­ir á borð við ESA og NASA til að koma að verk­efn­inu ásamt öðrum er­lend­um fyr­ir­tækj­um í sama geira en Dunn seg­ir að mik­il sam­keppni sé í því að þróa geim­flaug­ar og búnað tengd­an ferðalög­um í geimn­um. Hins­veg­ar hafi færri beint sjón­um sín­um að því hvernig eigi að bera sig að þegar á áfangastað er komið. 

Vef­ur 4th Pla­net log­istics.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert