Glasafrjóvgun bjargi ljónum í útrýmingarhættu

00:00
00:00

Fyrstu ljónsung­arn­ir þar sem not­ast var við gla­sa­frjóvg­un komu í heim­inn í Ukutula-vernd­armiðstöðinni í Suður-Afr­íku í síðasta mánuði. Um sögu­leg­an áfanga er að ræða og von­ast vís­inda­menn til þess að gla­sa­frjóvg­un geti nýst til að fjölga ljón­um í út­rým­ing­ar­hættu.

Ljónsung­arn­ir tveir fædd­ust 25. ág­úst síðastliðinn og bragg­ast vel eins og sjá má á mynd­skeiðinu hér fyr­ir ofan.

Ljón eru út­dauð í 26 ríkj­um Afr­íku og í þeim ríkj­um þar sem ljón lifa villt hef­ur þeim fækkað um 43% á síðustu tveim­ur ára­tug­um. Aðeins eru um 20.000 ljón eft­ir í Afr­íku.

„Þetta eru svo sæt dýr, þau eru virki­lega fal­leg. Ef við get­um fengið al­menn­ing til að finna til sam­kennd­ar með dýr­un­um og taka þátt í vernd­ar­starf­inu þá held ég að þessi dýr eigi mögu­leika á að lifa af,“ seg­ir Willi Jac­obs, eig­andi Ukutula-vernd­armiðstöðvar­inn­ar.  



Fyrstu ljónsungarnir sem fæddust í kjölfar glasafrjóvgunar komu í heiminn …
Fyrstu ljónsung­arn­ir sem fædd­ust í kjöl­far gla­sa­frjóvg­un­ar komu í heim­inn fyr­ir um mánuði síðan. AFP
Ljónsungarnir tveir braggast vel.
Ljónsung­arn­ir tveir bragg­ast vel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert