Of lágur blóðsykur vanmetinn áhættuþáttur

Getty Images/Zoonar RF

Hættulega lágur blóðsykur hefur mun alvarlegri afleiðingar fyrir fólk sem er bæði með sykursýki og heilabilun, heldur en fólk sem er bara með sykursýki.

Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem verður kynnt á árlegri ráðstefnu í Berlín í þessari viku sem verður haldin á vegum evrópskra samtaka sem rannsaka sykursýki.

Í rannsókninni kemur fram að eftir að hafa greinst með of lágan blóðsykur var eldra fólk með bæði sykursýki og heilabilun 67% líklegra til að deyja samanborið við þá sem voru bara með sykursýki.

„Of lágur blóðsykur er vanmetinn áhættuþáttur í dauða eldra fólks með sykursýki og heilabilun,“ sagði dr. Katharina Mattishent frá læknaskólanum í Norwich í Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert