Segir karla hæfari en konur

Frá rannsóknarstofu CERN í nágrenni Genf í Sviss.
Frá rannsóknarstofu CERN í nágrenni Genf í Sviss. AFP

Fyr­ir­lest­ur ít­alska vís­inda­manns­ins Al­ess­andro Strumia, þar sem hann fjallaði um stöðu kvenna í eðlis­fræði, vakti mikla at­hygli og þóttu um­mæli hans um kon­ur ekki við hæfi.

„Karl­ar fundu upp eðslis­fræði, þeim var ekki boðið að gera það,“ sagði Strumia á fyr­ir­lestri sem evr­ópskra kjarn­orku­rann­sókna­stofn­un­in CERN hélt í Genf í Sviss ný­verið.

Strumia stend­ur við um­mæli sín og seg­ist ein­göngu hafa lagt fram staðreynd­ir. Í yf­ir­lýs­ingu frá CERN kem­ur fram að fyr­ir­lest­ur Strumia hafi verið „gríðarlega móðgandi“.

Fjöldi kvenna hlýddi á fyr­ir­lest­ur Stur­mia en hann sagði enga karlrembu í eðlis­fræðinni. Hann hélt því fram að kon­ur væru frek­ar ráðnar til starfa en karl­ar, þrátt fyr­ir að þær væru ekki jafn­hæf­ar og karl­arn­ir.

Einnig setti hann fram gögn sem áttu að sýna fram á að jafnoft væri vitnað í rann­sókn­ir karla og kvenna í byrj­un á þeirra rann­sókn­ar­ferli en karl­ar stæðu sig bet­ur þegar liði á fer­il­inn.

„Oxford-há­skóli hef­ur fram­lengt prófa­tíma en kon­ur græða á því. Ítal­ía býður kon­um sem vilja mennta sig í rann­sókn­ar­störf­um ódýr­ari há­skóla­mennt­un,“ sagði Stur­mia og bætti við að þetta væri lýs­andi fyr­ir mis­mun­um sem karl­kyns rann­sak­end­ur verði fyr­ir.

Enn frem­ur sagði Stur­mia að kona hefði verið ráðin í starf á hans kostnað, þrátt fyr­ir að hann væri hæf­ari til starfs­ins.

„Ég skil ekki hvers vegna CERN bauð hon­um að halda fyr­ir­lest­ur fyr­ir full­um sal af ungu fólki sem er að hefja rann­sókn­ar­fer­il­inn sinn þegar stofn­un­in veit hvaða skoðanir Stur­mia hef­ur,“ sagði pró­fess­or­inn Jessica Wade.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka