Bandaríska fyrirtækið SpaceX náði að skjóta gervihnetti á sporbaug um jörðu í gærkvöldi, en Falcon 9-eldflaug fyrirtækisins var skotið á loft frá Vandenberg-flugherstöðinni við ströndina norðvestur af Los Angeles. Magnaðar myndir náðust eftir skotið, sem lýsti upp himininn á stóru svæði.
Fyrsti hluti eldflaugarinnar, sá sem kemur henni af stað í byrjun, náði að lenda aftur heill á jörðu niðri og verður því hægt að nýta hann aftur. Er um að ræða fyrstu slíku lendinguna á vesturströnd Bandaríkjanna, samkvæmt umfjöllun BBC.
Skotið átti sér stað klukkan 19:21 í gærkvöldi að staðartíma, eða klukkan 02:21 að íslenskum tíma.
Meðal þeirra sem deildu myndum af skotinu var borgarstjóri Los Angeles, Eric Garcetti.
Nope, definitely not aliens.
— Mayor Eric Garcetti (@MayorOfLA) October 8, 2018
What you’re looking at is the first launch and landing of the @SpaceX Falcon 9 rocket on the West Coast. The rocket took off from Vandenberg Air Force Base at 7:21 p.m. and landed safely back on Earth. 🚀 pic.twitter.com/8AKjGptpps
Ummm this @SpaceX display in the sky above Santa Monica right now is totally crazy and beautiful pic.twitter.com/rDgeuItBpe
— Sam Tsui (@SamuelTsui) October 8, 2018
Science! pic.twitter.com/u4NBG0ZO7A
— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) October 8, 2018
View from my backyard of the @SpaceX Falcon 9 launch. pic.twitter.com/i4RtzLziSz
— Phil Derner, Jr. (@PhilDernerJr) October 8, 2018