Heimila að bergbrot hefjist á ný

Mótmælendur við vinnslusvæði Cuadrilla í suðurhluta Englands. Mynd úr safni.
Mótmælendur við vinnslusvæði Cuadrilla í suðurhluta Englands. Mynd úr safni. AFP

Bergbrot (e. fracking) til að vinna leirsteinsgas hefur nú verið heimilað á ný í Bretlandi, í fyrsta skipti frá því að slík vinnsla var bönnuð árið 2011 vegna vísbendinga um að hún gæti ollið jarðskjálftum. Var það dómari í hæstarétti Lancashire sem úrskurðaði að vinnsla geti hafist.

Bergbrot fer þannig fram að vatni, sandi og ýmsum efnum er dælt ofan í leirsteinslög með miklum þrýstingi. Þannig er bergið í kringum borleiðslurnar sprengt og gas sem fast er inni í berginu losnar.

Árið 2014 varaði þáverandi aðalvísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar varar við því að bergbrot gæti verið eins hættulegt og tóbak og asbest. Menn hafi verið of fljótir á sér að tileinka sér þessa nýju tækni sem gæti síðan reynst hafa alvarleg áhrif á náttúruna og heilsu fólks.

BBC segir jarðvinnslufyrirtækið Cuadrilla nú vera með tvær nýjar borholur í Lancashire, auk fyrri vinnslu.

Bob Dennett, sem er einn baráttumannanna gegn vinnslunni, fullyrti fyrir hæstarétti að sveitastjórnvöld í Lancahsire hefðu ekki látið vinna ítarlegt öryggismat. Dómarinn Supperstone sagði hins vegar „engar sannanir“ styðja þá fullyrðingu.

„Kröfuhafinn verður fyrst að sýna fram á að hér sé alvarlegt mál sem verði að skoða. Ég er þeirrar skoðunar að kröfuhafinn kemst ekki yfir þessa fyrstu hindrun,“ sagði dómarinn

Þá hafnaði hann því að dómsskoðun yrði framkvæmd á öryggisáætlun sveitastjórnvalda varðandi svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert