Klón kostar sex milljónir

Dorrit Moussaieff ásamt forsetahundinum fyrrverandi, Sámi. Þau Ólafur ætla að …
Dorrit Moussaieff ásamt forsetahundinum fyrrverandi, Sámi. Þau Ólafur ætla að láta klóna Sám þegar hann er allur, en hann er nú ellefu ára. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

For­seta­hund­ur­inn fyrr­ver­andi, Sám­ur, verður að öll­um lík­ind­um fyrsti ís­lenski hund­ur­inn til að verða klónaður en Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti, greindi frá því í Morgunkaff­inu á Rás 2 að Dor­rit Moussai­eff, fyrr­ver­andi for­setafrú, hefði sent sýni úr Sámi til Texas í Banda­ríkj­un­um þar sem hann verður klónaður þegar Sám­ur er all­ur.

Það er langt frá því að vera ókeyp­is að klóna hund. Banda­ríska fyr­ir­tækið Via­Gen Pets í Texas í Banda­ríkj­un­um býður upp á hundaklón­un fyr­ir um það bil sex millj­ón­ir króna og kattaklón­un fyr­ir þrjár millj­ón­ir króna.

Arn­ar Páls­son, pró­fess­or í lífupp­lýs­inga­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir ferlið kostnaðarsamt og ekki ör­uggt að það tak­ist. Þá bend­ir hann á að klónið sé eins og eineggja tví­buri og það sama gildi um klón og eineggja tví­bura að klón af Sámi verður aldrei ná­kvæm­lega eins og Sám­ur. Hann veit ekki til þess að ís­lenskt gælu­dýr hafi verið klónað og verður Sám­ur því vænt­an­lega fyrst­ur til að vera klónaður, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert