Merkur fundur í Sakkara

Hluti kattamúmíanna sem fundust við uppgröftinn í Sakkara.
Hluti kattamúmíanna sem fundust við uppgröftinn í Sakkara. AFP

Sjö steink­ist­ur, allt að 6.000 ára gaml­ar, hafa fund­ist við píra­míd­ana í Sakk­ara, sunn­an við Kaíró, höfuðborg Egypta­lands. Tug­ir kattamúmía eru á meðal þess sem fannst í kist­un­um, en einnig voru þar tvær taðuxamúmí­ur, þær fyrstu sem hafa fund­ist á þessu svæði.

Khalel el-En­any, forn­mun­aráðherra lands­ins, og Mostafa Waziri, yf­ir­maður forn­leifaráðs Egypta, greindu frá þessu á blaðamanna­fundi í dag og sögðu fund­inn afrakst­ur upp­graft­ar egypskra forn­leifa­fræðinga, sem hófst í apríl á þessu ári.

Kett­ir voru í mikl­um met­um hjá Egypt­um til forna og voru gjarn­an gerðir að múmí­um, en auk þessa mikla fjölda kattamúmía fund­ust einnig fleiri en hundrað gyllt­ar viðarstytt­ur í katt­ar­líki og einnig katt­ar­stytta úr bronsi, en brons­stytt­an var til­einkuð katt­argyðjunni Bastet.

Þá fund­ust einnig gyllt­ar viðarstytt­ur af ljóni, kú og fálka við upp­gröft­inn, sam­kvæmt frétt AFP-frétta­veit­unn­ar um málið.

Gripirnir voru kynntir í dag.
Grip­irn­ir voru kynnt­ir í dag. AFP
Fornleifafræðingur hreinsar bronsstyttuna sem fannst við uppgröftinn.
Forn­leifa­fræðing­ur hreins­ar brons­stytt­una sem fannst við upp­gröft­inn. AFP
Mannmergð mætti til Sakkara á kynninguna í dag.
Mann­mergð mætti til Sakk­ara á kynn­ing­una í dag. AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert