Geimfarið InSight lent á Mars

Geimfarið InSight lenti á Mars rétt fyrir klukkan 20 við mikinn fögnuð vísindamanna í höfuðstöðvum Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA.

Skömmu eftir lendingu sendi geimfarið ljósmynd af aðstæðum sínum, en InSight lenti á flötu svæði sem er kallað Elysium Planitia, skammt frá miðbaugi Mars.

InSight er ætlað að gera jarðeðlis­fræðileg­ar mæl­ing­ar á Mars og veita vís­inda­mönn­um inn­sýn í þróun berg­reikistjarna sól­kerf­is­ins.

 

 

InSight er ætlað að gera jarðeðlis­fræðileg­ar mæl­ing­ar á Mars.
InSight er ætlað að gera jarðeðlis­fræðileg­ar mæl­ing­ar á Mars. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert