Vika í almyrkva á tungli

Aðfaranótt mánu­dags­ins 21. janú­ar 2019 verður al­myrkvi á tungli, sá fyrsti sem sést hef­ur frá Íslandi síðan 28. sept­em­ber 2015. Næst sést al­myrkvi á tungli frá Íslandi 16. maí 2022. Þetta kem­ur fram á Stjörnu­fræðivefn­um.

Tungl­myrkvinn hefst klukk­an 02:37 en milli klukk­an 04:41 og 05:43 er tunglið al­myrkvað og þá rauðleitt á himn­in­um. Myrkvinn á sér stað á næst ná­læg­asta fulla tungli árs­ins.

Tungl­myrkv­ar verða þegar sól­in, jörðin og tunglið liggja hér um bil í beinni línu. Tungl­myrkv­ar verða því aðeins þegar tungl er fullt og geng­ur inn í skugga Jarðar.

„Þrátt fyr­ir það verða tungl­myrkv­ar ekki mánaðarlega vegna þess að brautarpl­an tungls­ins og brautarpl­an jarðar eru ósam­síða.

Tungl­braut­in hall­ar um 5° frá braut jarðar og vegna hall­ans fell­ur skuggi jarðar yf­ir­leitt und­ir eða yfir tunglið.

Almyrkvi tungls mun sjást frá Íslandi eftir viku.
Al­myrkvi tungls mun sjást frá Íslandi eft­ir viku. mbl.is/​Brynj­ar Gauti

Tungl­myrkv­ar sjást frá allri næt­ur­hlið jarðar, ólíkt sól­myrkv­um sem sjást aðeins frá tak­mörkuðu svæði á jörðinni. Í þetta sinn sést myrkvinn best frá Norður- og Suður-Am­er­íku og að öllu leyti frá Íslandi,“ seg­ir á Stjörnu­fræðivefn­um.

Ekki þarf nein hjálp­ar­tæki eins og sjón­auka til að sjá tungl­myrkva svo all­ir geta notið hans með ber­um aug­um.

Tungl­myrkvinn 21. janú­ar hefst eft­ir miðnætti þegar tunglið er hátt á lofti, nokk­urn veg­inn í suðri í stjörnu­merk­inu Krabb­an­um.

Tunglið snert­ir þá hálf­skugga jarðar sem er dauf­ur. Því sést lít­il sem eng­in breyt­ing á tungl­inu þegar þetta ger­ist. Það er ekki fyrr en um 70% tungls­ins eru kom­in inn í hálf­skugg­ann að ein­hverj­ar birtu­breyt­ing­ar sjást. Hálf­skugga­myrkvinn verður meira áber­andi eft­ir því sem á líður.

Þegar tunglið snert­ir alskugg­ann, klukk­an 03:34, hefst deild­ar­myrkvi. Deild­ar­myrkvinn er mun greini­legri. Snemma í deild­ar­myrkv­an­um sérðu ör­ugg­lega óræka sönn­un þess að jörðin sem við byggj­um er kúla.

Klukk­an 04:41 er tunglið allt í alskugga jarðar og þá al­myrkvað. Lengd al­myrkv­ans ræðst af því hvort tunglið ferðast beint í gegn­um alskugg­ann eða ekki.

Hraði tungls­ins í gegn­um skugg­ann er um 1 km á sek­úndu svo al­myrkvi get­ur mest staðið yfir í 1 klukku­stund og 42 mín­út­ur. Í þetta sinn stend­ur al­myrkvinn yfir til klukk­an 05:43 eða í 1 klukku­stund og 2 mín­út­ur.

Stjörnu­fræðivef­ur­inn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert