Íslendingar nota netið mest Evrópuþjóða

Íslendingar nota netið mest Evrópuþjóða.
Íslendingar nota netið mest Evrópuþjóða. Ljósmynd/Thinkstock.com

Tak­mörkuð stétta­skipt­ing, vel­meg­un ís­lensks sam­fé­lags og nýj­ungagirni eru ástæður þess að Ísland er enn það land í Evr­ópu sem not­ar netið hvað mest, að mati fé­lags­fræðings­ins Þor­björns Brodda­son­ar, pró­fess­ors emer­it­us við fé­lags- og mann­vís­inda­deild Há­skóla Íslands.

„Jafn­vel þó að við meg­um sann­ar­lega ekki loka aug­un­um fyr­ir mis­mun­andi efna­hag fólks, það eru hlut­ir sem þarf sann­ar­lega að taka á, þá er til­tölu­lega lít­ill þjóðfé­lags­leg­ur og fjár­hags­leg­ur mun­ur inn­an­lands. Það held ég að hafi áhrif á að ný­mæli breiðast út í öll­um hóp­um.“

Nýj­ar töl­ur Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins, sýna fram á að 99% Íslend­inga á aldr­in­um 16 til 74 ára nota netið reglu­lega en fast á hæla þeirra koma Dan­ir (98%). 91% Íslend­inga not­ar netið fyr­ir sam­fé­lags­miðla en ein­ung­is 56% íbúa ESB gera það.

„Bjart­sýn­in um að þetta yrði okk­ur til tómr­ar bless­un­ar, yrði bara enda­laus upp­lýs­ing, verður sér að nokkru leyti til skamm­ar vegna þess að það sýn­ir sig að við fest­umst í okk­ar þrönga berg­máls­helli á net­inu. Vél­menni eru far­in að ráðskast með það hvað kem­ur fyrst fyr­ir augu okk­ar á skján­um, við erum hætt að hafa þetta sjálf­stæða val. Svo ég tali ekki um þegar farið er að dæla inn fals­upp­lýs­ing­um í þágu ein­hverra þröngra einka­hags­muna. Net­væðing­in er nátt­úru­lega stór­kost­leg bless­un en þetta er líka vax­andi böl,“ seg­ir Þor­björn.

81% hlust­ar á tónlist á net­inu

Íslend­ing­ar skera sig úr þegar spurt er um hlust­un á tónlist á net­inu en 81% Íslend­inga á fyrr­greind­um aldri ger­ir það. Næst á eft­ir koma Finn­ar en 71% þeirra hlust­ar á tónlist á net­inu. Þá not­ar eng­in þjóð netið meira en Íslend­ing­ar til að senda og taka á móti tölvu­pósti en hér á landi sögðust 95% gera það.

„Það verður ekki kveðið nógu sterkt að orði um þær fé­lags­legu og menn­ing­ar­legu breyt­ing­ar sem hafa orðið á síðustu tveim­ur ára­tug­um vegna ver­ald­ar­vefjar­ins,“ seg­ir Þor­björn í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert