Viðurkenna galla í FaceTime

AFP

Apple hefur viðkennt galla í FaceTime-hugbúnaðinum sem veldur því að viðkomandi heyrir allt þrátt fyrir að sá sem hringt er í hafi ekki svarað símtalinu.

Í einhverjum tilvikum senda iPhone-símarnir myndskeið sennilega án vitundar þess sem fær það sent. Tæknifyrirtækið hefur stöðvað tímabundið möguleikann á hópsamtölum á meðan hugbúnaðurinn verður uppfærður. Þar verður síðar í þessari viku.

Fyrst var greint frá gallanum á 9to5Mac-blogginu en hann virðist virkjast þegar báðir notendur eru að keyra 12.1 Apple-símaforritið eða nýrri útgáfur.

FaceTime er forrit sem Apple-notendur nota til að eiga í myndsímtölum sín á milli. FaceTime er bundið við tæki með iOS-stýrikerfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert