Facebook endurskoðar beint streymi

Horft var á myndskeiðið af árásinni 4 þúsund sinnum áður …
Horft var á myndskeiðið af árásinni 4 þúsund sinnum áður en það var fjarlægt af Facebook. AFP

Forsvarsmenn Facebook hafa lofað að skoða hvort setja megi takmarkanir á beinar útsendingar á samfélagsmiðlinum í kjölfar þess að streymt var beint frá árásum á tvær moskur í Nýja Sjálandi.

Framkvæmdastjóri Facebook, Sheryl Sandberg, segir fyrirtækið taka undir þá kröfu að meira þurfi að gera til að koma í veg fyrir slíkar uppákomur.

Fimmtíu létust í skotárásunum í Christchurch og var horft á myndskeiðið af árásinni 4 þúsund sinnum áður en það var fjarlægt af Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert