Mikilvægi menningar

Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Björgvin Franz Gíslason í hlutverkum sínum …
Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Björgvin Franz Gíslason í hlutverkum sínum í söngleiknum Ellý.

Mamma mín, hún Stella, hafði oft sagt við mig að ég yrði að sjá sýn­ing­una Ellý, að hún væri frá­bær. Ég hugsaði hún Ellý söng fal­leg lög en ekki al­veg mín mús­ík. Mín mús­ík hef­ur í gegn­um tíðina verið meira lög sung­in af Bubba, Bjart­mari, Nýd­anskri, Tod­mobile, Gusgus og Ei­vöru. En eft­ir tón­leika hjá okk­ar frá­bæra lista­manni Bubba Mort­hens núna í fe­brú­ar í Bæj­ar­bíói var ég ákveðinn að ég yrði að sjá sýn­ing­una með Ellý. Bubbi söng nokk­ur af sín­um nýju lög­um og sag­an af einu þeirra gerði það að verk­um að ég vildi sjá sýn­ing­una.

Krist­inn Magnús­son

Þannig var að Bubbi fór á sýn­ing­una Ellý og heillaðist af söng­kon­unni Katrínu Hall­dóru. Hann spurði hana hvort hún vildi syngja inn á nýju plöt­una hans sem kem­ur út á vor­mánuðum. Hún sagði já, en hafnaði fyrstu tveim­ur lög­un­um sem hann hafði samið fyr­ir hana. Það var fyrst eft­ir að hann hafði samið þriðja lagið, sem hún sagði já. Þessi saga gerði út­slagið, sýn­ing­una Ellý varð ég að sjá.

Rann­sókn­ir sýna að grunnþætt­ir í heil­a­starf­semi ein­stak­linga tengj­ast gráa og hvíta efni heil­ans. Það má kalla gráa efnið tölvu heil­ans og hvíta efnið leiðslurn­ar í tölv­unni. Gráa efnið teng­ist fjölda tauga­frumna og þeirra teng­ing­um. Það minnk­ar stöðugt frá 10 ára aldri. Hvíta efnið sam­an­stend­ur af knipp­um af taugaþráðum sem eru ein­angruð með fitu­lagi sem flytja upp­lýs­ing­ar milli gráu svæða heil­ans - ein­angr­un­in ger­ir það að verk­um að tauga­boð geti borist hraðar. Eitt af þeim atriðum sem eru mik­il­væg til að viðhalda gráa og hvíta efni heil­ans er að viðhalda sterk­um tengsl­um við vini og fjöl­skyldu. Rann­sókn­ir Paul Gil­berts hafa einnig sýnt fram á mik­il­vægi góðrar sam­veru, vin­gjarn­leika og sam­tals sem hef­ur allt já­kvæð áhrif á okk­ar horm­ón­a­starf­semi. Það að upp­lifa já­kvæðni og góðvild styrk­ir ónæmis­kerfið og má segja að sé víta­mín fyr­ir sál­ina. Þar kem­ur list­in, mús­ík­in og menn­ing­in inn, sem hef­ur mik­il­vægt hlut­verk fyr­ir vellíðan fólks.

Ég fór í Borg­ar­leik­húsið 8. mars og sá sýn­ing­una Ellý í troðfullu leik­húsi. Ég varð heillaður af sýn­ing­unni, frá­bær leik­ur, fal­leg lög og ein­stak­lega góður andi var á sýn­ing­unni. Hvað skýr­ir það að yfir 100.000 manns hafa séð sýn­ing­una? Fyr­ir mér eru það nokkr­ir þætt­ir sem eru mik­il­væg­ir fyr­ir vel­gengni sýn­ing­ar­inn­ar.

1. Sag­an um Ellý heill­ar okk­ur. Okk­ar fyrsta dæg­ur­laga-at­vinnu­söng­kona. Ung kona er að keppa að því að fá að nota sína miklu hæfi­leika sem söng­kona. Henn­ar líf ein­kenn­ist af stöðugri bar­áttu og erfiðu vali í sam­bandi við hvernig hún á að for­gangsraða í sínu lífi. Minn­ir mann á bar­áttu kvenna í ald­anna rófi allt frá Guðrúnu Ósvíf­ursdótt­ur í Lax­dælu sem ekki fékk sömu tæki­færi og Kjart­an til að blómstra og nota sína hæfi­leika. Enn þá eru kon­ur þessa lands og annarra landa að berj­ast fyr­ir rétt­mæt­um tæki­fær­um.

2. Lög­in sem Ellý söng lifa í þjóðarsál­inni og hafa mik­il áhrif á fólk.

3. Katrín Hall­dóra er sann­ar­lega stjarna sýn­ing­ar­inn­ar og má segja að hafi slegið í gegn sem söng­kona í þess­ari sýn­ingu. Það að Bubbi hafi heill­ast af henn­ar söng­hæfi­leik­um skil­ur maður eft­ir að hafa séð sýn­ing­una. Framtíð „Kötu“ er björt.

Þannig að óhætt er að segja að sýn­ing­in kom af stað auknu flæði oxýtós­ins sem lýs­ir sér í vellíðan og sam­kennd.

Lifi menn­ing­in.


Her­mund­ur Sig­munds­son er pró­fess­or í lífeðlis­legri sál­fræði við Há­skól­ann í Þránd­heimi og Há­skól­ann í Reykja­vík og skrif­ar pistla um vís­indi og sam­fé­lag. Pist­ill­inn birt­ist fyrst í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins 23. mars 2019.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert