Eflum sjálfbærni

Í Noregi og öðrum löndum í kringum okkur er mikið fjallað um umhverfisvernd og þar er aukin sjálfbærni í lykilhlutverki. Háskólar, rannsóknarstofnanir, fyrirtæki og bæjar- og sveitarfélög eru stöðugt að vinna að eflingu þessa sviðs.

Við háskólann sem ég starfa við í Noregi, Norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi er mjög mikil áhersla lögð á rannsóknir á mörkum umhverfisfræði og verkfræði annars vegar og umhverfisfræði og hagfræði hinsvegar. Ungu fólki sem sæki í háskólanám á þessu sviði er einnig að fjölga mikið.

Bláa lónið er einn af okkar mest heimsóttu ferðamannastöðum. Um og yfir 1,3 milljónir manna heimsækja Bláa lónið hvert ár og þar af eru 70% erlendir ferðamenn. Blái liturinn, lyktin og hinn þægilegi hiti lónsins í hinni stórkostlegu náttúru sem umlykur það heillar þá sem koma þangað. Lónið hefur verið starfrækt frá 1992 sem baðlón. Við lónið starfa nú um 800 starfsmenn bæði innlendir og erlendir.

Hermundur Sigmundsson
Hermundur Sigmundsson Kristinn Magnússon

Það sem færri vita er að í tengslum við lónið hafa verið þróaðar húðvörur sem byggjast á jarðsjónum og innihaldsefnum hans, kísli, þörungum og söltum. Við lónið er einnig hafin framleiðsla á salti til matargerðar úr jarðsjónum. Öll þessi starfsemi byggist á sjálfbærni, það er að segja gufuorkan er notuð til raforkuframleiðslu og heitt vatn er notað til upphitunar húsa. Spa í hótelinu sem er starfrækt við lónið byggist einnig á heitum jarðsjónum.

Er hægt að auka iðnað á Íslandi sem byggist á sjálfbærni? Getur Ísland verið fyrirmyndarríki þegar kemur að sjálfbærni í bæði iðnaði og öðrum þáttum orkunýtingar? Gætum við sett okkur markmið um að sem allra flestir bílar, rútur og önnur farartæki myndu nota íslenska orku, svo sem raforku, vetni og metanól? Getum við eflt rannsóknir og háskólanám tengt sjálfbærni og umhverfisvernd? Þannig gætum við fengið fleira ungt fólk inn á þetta mikilvæga svið til góðs fyrir komandi kynslóðir.

Tökum skrefið til aukinnar sjálfbærni.

Her­mund­ur Sig­munds­son er pró­fess­or í lífeðlis­legri sál­fræði við Há­skól­ann í Þránd­heimi og Há­skól­ann í Reykja­vík og skrif­ar pistla um vís­indi og sam­fé­lag. Pist­ill­inn birt­ist fyrst í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins 18. maí 2019.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert