Eflum sjálfbærni

Í Nor­egi og öðrum lönd­um í kring­um okk­ur er mikið fjallað um um­hverf­is­vernd og þar er auk­in sjálf­bærni í lyk­il­hlut­verki. Há­skól­ar, rann­sókn­ar­stofn­an­ir, fyr­ir­tæki og bæj­ar- og sveit­ar­fé­lög eru stöðugt að vinna að efl­ingu þessa sviðs.

Við há­skól­ann sem ég starfa við í Nor­egi, Norska tækni- og vís­inda­há­skól­ann í Þránd­heimi er mjög mik­il áhersla lögð á rann­sókn­ir á mörk­um um­hverf­is­fræði og verk­fræði ann­ars veg­ar og um­hverf­is­fræði og hag­fræði hins­veg­ar. Ungu fólki sem sæki í há­skóla­nám á þessu sviði er einnig að fjölga mikið.

Bláa lónið er einn af okk­ar mest heim­sóttu ferðamanna­stöðum. Um og yfir 1,3 millj­ón­ir manna heim­sækja Bláa lónið hvert ár og þar af eru 70% er­lend­ir ferðamenn. Blái lit­ur­inn, lykt­in og hinn þægi­legi hiti lóns­ins í hinni stór­kost­legu nátt­úru sem um­lyk­ur það heill­ar þá sem koma þangað. Lónið hef­ur verið starf­rækt frá 1992 sem baðlón. Við lónið starfa nú um 800 starfs­menn bæði inn­lend­ir og er­lend­ir.

Hermundur Sigmundsson
Her­mund­ur Sig­munds­son Krist­inn Magnús­son

Það sem færri vita er að í tengsl­um við lónið hafa verið þróaðar húðvör­ur sem byggj­ast á jarðsjón­um og inni­halds­efn­um hans, kísli, þör­ung­um og sölt­um. Við lónið er einnig haf­in fram­leiðsla á salti til mat­ar­gerðar úr jarðsjón­um. Öll þessi starf­semi bygg­ist á sjálf­bærni, það er að segja gufu­ork­an er notuð til raf­orku­fram­leiðslu og heitt vatn er notað til upp­hit­un­ar húsa. Spa í hót­el­inu sem er starf­rækt við lónið bygg­ist einnig á heit­um jarðsjón­um.

Er hægt að auka iðnað á Íslandi sem bygg­ist á sjálf­bærni? Get­ur Ísland verið fyr­ir­mynd­ar­ríki þegar kem­ur að sjálf­bærni í bæði iðnaði og öðrum þátt­um ork­u­nýt­ing­ar? Gæt­um við sett okk­ur mark­mið um að sem allra flest­ir bíl­ar, rút­ur og önn­ur far­ar­tæki myndu nota ís­lenska orku, svo sem raf­orku, vetni og met­anól? Get­um við eflt rann­sókn­ir og há­skóla­nám tengt sjálf­bærni og um­hverf­is­vernd? Þannig gæt­um við fengið fleira ungt fólk inn á þetta mik­il­væga svið til góðs fyr­ir kom­andi kyn­slóðir.

Tök­um skrefið til auk­inn­ar sjálf­bærni.

Her­mund­ur Sig­munds­son er pró­fess­or í lífeðlis­legri sál­fræði við Há­skól­ann í Þránd­heimi og Há­skól­ann í Reykja­vík og skrif­ar pistla um vís­indi og sam­fé­lag. Pist­ill­inn birt­ist fyrst í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins 18. maí 2019.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert