Hundar greinast með iPhone

Senn geta öll öpp greint dýr, afrek sem ætla má …
Senn geta öll öpp greint dýr, afrek sem ætla má að hafi tekið heilt rannsóknarteymi fimm ár. AFP

Hund­ar og kett­ir eru meðal þess sem vök­ul augu iP­ho­ne-mynda­vél­ar­inn­ar munu kunna að bera kennsl á, eft­ir upp­færslu á stýri­kerfi sím­anna, iOS 13, sem von er á í haust.

For­ritið VN­Ani­malDetector er að finna í stýri­kerf­inu og mun það geta staðsett dýr­in á mynd­um. Það er ekki ætlað al­menn­ingi held­ur for­rit­ur­um sem geta byggt það inn í eig­in for­rit. Apple er langt í frá fyrst fyr­ir­tækja til að hanna gælu­dýrask­anna, en sái nýi er þó ólík­ur flest­um að því leyti að hann mun standa for­rit­ur­um, sem vilja nýta hann í eig­in for­rit og öpp fyr­ir Apple-vör­ur, til boða frítt.

VN­Ani­malDetector er hluti af Visi­on-skil­un­um (API), en upp­lýs­ing­ar um hann er að finna á heimasíðu Apple. Meðal annarra nýj­unga sem Visi­on býður upp á, er mögu­leik­inn á að finna út hvort tvær mynd­ir eru svipaðar, betri and­lits­grein­ing, og mögu­leik­inn á að bera kennsl á ýmsa hluti sem þó eru hvorki mennsk and­lit né gælu­dýr.

Þessi eig­in­leik­ar munu til að mynda nýt­ast í leit­ar­vél inn­byggða mynda­for­rits­ins í iP­ho­ne, sem heit­ir ein­fald­lega Photos, þannig að auðveld­ara verður að fletta upp mynd­um, sem tekn­ar hafa verið á sím­ann, af til­tekn­um fyr­ir­bær­um. 

Úr kynningu Apple, WWDC, fyrr í mánuðinum.
Úr kynn­ingu Apple, WWDC, fyrr í mánuðinum. Skjá­skot/​Apple
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert