Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna staðfesti í dag að Facebook yrði sektað um fimm milljarða bandaríkjadala, jafnvirði um 611 milljarða íslenskra króna, fyrir að misnota persónuupplýsingar notenda. Er þetta hæsta sekt sem tæknifyrirtæki hefur hlotið í Bandaríkjunum.
Áður hafði Google fengið 22 milljóna dala sekt árið 2012 fyrir að hafa fylgst með netumferð í Safari-vafranum á iPhone, Mac og iPad og farið þannig á svig við við innbyggðar varnir framleiðandans Apple.
„Þrátt fyrir ítrekuð loforð um að vernda notkunargögn milljarða manna um heim allan gerði Facebook það ekki,“ kom meðal annars fram í máli Joe Simmons, stjórnarformanns Bandarísku neytendastofnunarinnar.
Þrír nefndarmenn repúblikana greiddu atkvæði með tillögunni um upphæð sektarinnar en demókratarnir tveir kusu gegn henni. Þeir síðarnefndur töldu upphæðina sem Facebook þarf að greiða ekki nógu háa.