Methá sekt Facebook staðfest

Facebook fær háa sekt.
Facebook fær háa sekt. AFP

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna staðfesti í dag að Facebook yrði sektað um fimm milljarða bandaríkjadala, jafnvirði um 611 milljarða íslenskra króna, fyrir að misnota persónuupplýsingar notenda. Er þetta hæsta sekt sem tæknifyrirtæki hefur hlotið í Bandaríkjunum.

Áður hafði Google fengið 22 millj­óna dala sekt árið 2012 fyr­ir að hafa fylgst með net­umferð í Safari-vafr­an­um á iP­ho­ne, Mac og iPad og farið þannig á svig við við inn­byggðar varn­ir fram­leiðand­ans Apple.

„Þrátt fyrir ítrekuð loforð um að vernda notkunargögn milljarða manna um heim allan gerði Facebook það ekki,“ kom meðal annars fram í máli Joe Simmons, stjórnarformanns Bandarísku neytendastofnunarinnar.

Þrír nefnd­ar­menn re­públi­kana greiddu at­kvæði með til­lög­unni um upphæð sektarinnar en demó­krat­arn­ir tveir kusu gegn henni. Þeir síðarnefndur töldu upphæðina sem Facebook þarf að greiða ekki nógu háa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert