Stafrænu strætóskýlin verða alls 210

Annað skýlanna tveggja stendur við Kringlumýrarbraut.
Annað skýlanna tveggja stendur við Kringlumýrarbraut. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrstu tvö stafrænu strætóskýlin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tekin í notkun. Skýlin eiga að minnsta kosti að verða 210 talsins en það er fyrirtækið Dengsi ehf. sér um uppsetningu þeirra. 

Í skýlunum eru LED skjáir fyrir auglýsingar svo ekki þarf lengur að skipta út auglýsingum á pappír heldur verða þær einfaldlega sendar stafrænt í skýlin. Í 50 skýlum verða einnig stafræn rauntímakort sem gefa farþegum upplýsingar um það hvaða vagn er næstur.

„Þetta er náttúrulega algjör bylting. Um leið og þetta er orðið stafrænt þá er þetta miklu einfaldara og auðvelt að breyta, bæta og svo framvegis,“ segir Vésteinn G. Hauksson, framkvæmdastjóri Billboard ehf., sem er eigandi Dengsa ehf., í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert