Ástríða setur stefnuna

Verk eftir Einar Jónsson myndhöggvara.
Verk eftir Einar Jónsson myndhöggvara.

Hægt er að skil­greina ástríðu sem mikla löng­un/​vilja til að verða betri eða ná ár­angri á vissu sviði (e. passi­on for achievement).

Ef við sjá­um fyr­ir okk­ur ör af vissri stærð þá hef­ur hún stefnu, styrk og stærð.

Stefn­an: Mik­il­vægt er að skilja að ástríða set­ur stefn­una fyr­ir hvaða svið/þ​ema/​færni við vilj­um bæta okk­ur í eða ná ár­angri í.

Styrk­ur/​stærð: Það er úr mörgu að velja og mik­il­vægt er að reyna að finna það svið sem maður hef­ur mikla löng­un til að bæta sig á. Styrk­ur og stærð ræðst á því sem Ang­ela Duckworth kall­ar þraut­seigju (e. grit). Aðrir fræðimenn tala um e. „mental toug­hness“, eða „har­diness“. Menn telja að grósku­hug­ar­far sé mik­il­vægt til að ein­stak­ling­ar öðlist þraut­seigju og nái að tak­ast á við verðugar áskor­an­ir á já­kvæðan hátt. Stik­korðið í sam­bandi við grósku­hug­ar­far er að sjá mögu­leik­ana á grósku eða vexti. Ef ein­stak­ling­ur sem ekki hef­ur ennþá góða kunn­áttu í að spila á gít­ar er spurður hvort hann hafi góða færni í gít­ar­leik svar­ar sá sem hef­ur grósku­hug­ar­far „ekki enn þá“. Sem þýðir að ein­stak­ling­ur­inn tel­ur sig ekki hafa þá færni enn þá en að hann geti til­einkað sér hana með þjálf­un. Pró­fess­or Carol Dweck hef­ur fundið út með ára­tuga rann­sókn­um að grósku­hug­ar­far er mik­il­vægt til að ná ár­angri á mis­mun­andi sviðum.

Þannig má segja að það að finna út hvað kveik­ir hjá þér neista eða ástríðu sé gíf­ur­lega mik­il­vægt hlut­verk for­eldra, kenn­ara og annarra sem sinna umönn­un ein­stak­linga.

Lest­ur: Í sam­bandi við lest­ur/​lesþróun sýna rann­sókn­ir fram á mik­il­vægi réttra bóka fyr­ir ein­stak­linga. Hvað þá lang­ar að lesa teng­ist kyni, mis­mun­andi bæk­ur kveikja áhuga hjá strák­um og stelp­um. Hvernig kveikj­um við lestr­ar­neist­ann og fáum börn/​ung­linga til að lesa meira og öðlast þannig mik­il­væga þjálf­un fyr­ir lest­ur sem skil­ar sér í meiri lesskiln­ingi og þekk­ingu?

Hreyf­ing: hvað fær ein­stak­ling til að stunda reglu­lega hreyf­ingu? Hvort sem það er barn, ung­ling­ur eða eldri. Höf­um hug­fast að stunda hreyf­ingu í 30-60 mín­út­ur á dag á að vera mark­mið okk­ar. Hvað fær okk­ur til að kveikja hreyf­ing­ar­neist­ann óháð aldri?

Nátt­úru­fræði: hvernig náum við að kveikja áhug­ann hjá börn­um og ung­ling­um á sviði nátt­úru­fræði, um­hverf­is­vernd­ar og sjálf­bærni. Meiri þekk­ing á þessu mik­il­væga sviði skil­ar sér í meiri fókus á þessi mál­efni fyr­ir kom­andi kyn­slóðir.

Gef­um okk­ur tíma til að finna hvað okk­ur lang­ar að fást við og bæta okk­ur í.

Okk­ar rann­sókn­ar­hóp­ur hef­ur nú þróað nýtt próf (e. Passi­on Scale, birt í tíma­rit­inu New Ideas in Psychology) þar sem hægt er að mæla ástríðu fyr­ir því að verða betri á sínu sviði. Fyrstu niður­stöður eru gíf­ur­lega spenn­andi og geta varpað ljósi á meðal ann­ars kynjam­is­mun á sam­bandi ástríðu og þraut­seigju og ástríðu og grósku­hug­ar­fars. Einnig get­ur prófið hjálpað okk­ur að skilja bet­ur það flókna sam­spil ólíkra þátta sem eru mik­il­væg­ir fyr­ir nám, það að bæta sig og að ná ár­angri.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert