Samstarf við Kínverja

Viðstödd undirritunina var ráðherra iðnaðar, nýsköpunar og ferðamála Þórdís Kolbrún …
Viðstödd undirritunina var ráðherra iðnaðar, nýsköpunar og ferðamála Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og China Building Material Academy (CBMA) í Peking hafa undirritað samning um vísindalegt samstarf um minnkun kolefnisspors byggingarefna með aðaláherslu á steinsteypu.

„Kínverjar hafa haft forgöngu um að lækka kolefnisspor (CO2e) sements, enda kemur meira en helmingur heimsframleiðslunnar frá Kína. Rannsóknastofa byggingariðnaðarins (Rb) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands vinnur m.a. að vísindalegri þróun aðferða til að minnka sementsnotkun í steypu,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert