Stoltur þrátt fyrir misheppnaðan tunglleiðangur

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði við geimvísindamenn þjóðarinnar að hann væri stoltur af því hversu litlu það munaði að koma könnunarfari til tunglsins. Vísindamennirnir misstu samband við geimfarið Chandrayaan-2 skömmu áður en Vikram-könnunarfarið átti að lenda á suðurpól tunglsins. 

Ekki liggur fyrir hvað varð um geimfarið, en Modi segir að þeim muni gefast önnur tækifæri til að ná takmarki sínu. 

Geimfarið Chandrayaan-2.
Geimfarið Chandrayaan-2. AFP

Ef þetta hefði allt saman gengið upp hefði Indland orðið fjórða þjóðin til að ná að lenda geimfari á tunglinu, að því er segir á vef BBC.

„Það besta á eftir að koma hvað varðar okkar geimáætlun. Indland stendur við bakið á ykkur,“ sagði Modi. 

Geimfarið Chandrayaan-2 nálgaðist tunglið með eðlilegum hætti þar til villuskilaboð komu upp um 2,1 km frá yfirborði tunglsins, að því er indversk yfirvöld greina frá.

Narendra Modi fylgdist grannt með.
Narendra Modi fylgdist grannt með. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert