Evrópa að dragast aftur úr

„Við eigum við vanda að stríða í Evrópu þar sem fjarfesting í gervigreind og nýsköpun er ekki nægilega mikil,“ segir Mike Butcher, ritstjóri hjá bandarísku vefútgáfunni TechCrunch, sem kom fram á Bold Strategy Summit '19-ráðstefnunni í dag. Hann segir Kína og Bandaríkin leiða kapphlaupið en Evrópa hafi dregist aftur úr.

Fjöldi erlendra og innlendra fyrirlesara kom fram á ráðstefnunni sem haldin var af ráðgjafarfyrirtækinu DecideAct. Butcher hélt erindi um gervigreind og stefnumótun. Hann segir algengt að spár um áhrif gervigreindar á atvinnulífið geri ráð fyrir að breytingar muni koma fyrr en raunhæft sé.

mbl.is var í Hörpu í dag og í myndskeiðinu er rætt við ritstjórann sem hefur starfsstöð í London. TechCrunch sem hefur höfuðstöðvar í San Francisco er einn áhrifamesti miðillinn þegar umfjöllun um tækni og nýsköpun er annars vegar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert