280 milljónir í nýtt tölvuleikjafyrirtæki

Tölvuleikjafyrirtækið Mainframe verður með starfsstöðvar bæði í Reykjavík og í …
Tölvuleikjafyrirtækið Mainframe verður með starfsstöðvar bæði í Reykjavík og í Helsinki. Ljósmynd/Aðsend

Stofnað hefur verið nýtt tölvuleikjafyrirtæki með tveggja milljón evra fjármögnun, en félagið verður með starfsstöðvar í Helsinki í Finnlandi og í Reykjavík. Meðal stofnenda eru reynsluboltar úr tölvuleikjaiðnaðinum sem hafa unnið hjá CCP, Remedy og Next games og hafa unnið að leikjunum EVE Online, Alan Wake og The Walking Dead: No man‘s land.

Markmið fyrirtækisins er að skapa fyrsta opna fjölnotendaheiminn (social sandbox MMO) sem byggður er frá grunni til að spilast í skýinu.

Framkvæmdastjóri félagsins er Þorsteinn Gunnarsson, en aðrir stofnendur eru Börkur Eiríksson, Kjartan Pierre Emilsson, Fridrik Haraldsson, Reynir Harðarson, Sulka Haro, Kristján Valur Jónsson, Jyrki Korpi-Anttila, Saku Lehtinen, Ansu Lönnberg, Eetu Martola, Vigfús Ómarsson og Jón Helgi Þórarinsson.

Hluti af teymi Mainframe.
Hluti af teymi Mainframe. Ljósmynd/Aðsend

Þeir fjárfestar sem fjármagna verkefnið eru tækni- og leikjasjóðir eins og Maki.vc, Play Ventures, Crowberry Capital og Sisu Game Ventures. Þau Harri Manninen og Hekla Arnardóttir hafa tekið í sæti í stjórn og Samuli Syvähuoko verið skipaður stjórnarformaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert