„Værum að bregðast hlutverki okkar sem gæslumenn“

Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofu Íslands, gagnrýndi stefnu Skógræktarinnar …
Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofu Íslands, gagnrýndi stefnu Skógræktarinnar harðlega í fyrirlestri sínum. mbl.is/Þorsteinn

Stór­tæk skóg­rækt í tengsl­um við aðgerðaáætl­un stjórn­valda í lofts­lags­mál­um gæti höggvið nærri nokkr­um teg­und­um mó­fugla hér á landi, en sex þeirra eru flokkaðar sem ábyrgðar­teg­und­ir Íslands. Ólaf­ur K. Niel­sen, vist­fræðing­ur hjá Nátt­úru­fræðistofu Íslands, sem hef­ur sér­hæft sig í mál­efn­um fugla, seg­ir að fyr­ir­hugaðar aðgerðir í skóg­rækt geti leitt til stofn­hruns eða veru­legr­ar minnk­un­ar á heild­ar­stofni, eft­ir því hvaða teg­und sé um að ræða.

Ólaf­ur hélt fyr­ir­lest­ur á líf­fræðiráðstefn­unni á föstu­dag­inn á mál­stofu um hvað aðgerðaáætl­un­in þýði fyr­ir ís­lensk þurr­lendis­vist­kerfi. Vísaði hann til þess að í aðgerðaáætl­un­inni væri meðal ann­ars að finna hug­mynd­ir um stór­aukna skóg­rækt hér á landi til að auka bind­ingu kol­efn­is. Þá gengi stefna Skóg­rækt­ar­inn­ar, sam­kvæmt rit­inu Skóg­ar á Íslandi – stefna á 21. öld, út á að skóg­ar verði um 12 þúsund fer­kíló­metr­ar af flat­ar­máli lands­ins. Þar af verði fimm þúsund fer­kíló­metr­ar nytja­skóg­ur, eitt þúsund fer­kíló­metr­ar ynd­is­skóg­ur og sex þúsund fer­kíló­metr­ar birki­skóg­ur.

Skóg­rækt í 42% af út­haga­svæði lands­ins

Í dag eru um tvö þúsund fer­kíló­metr­ar af skóg­um hér á landi. „Því er verið að tala um 10 þúsund fer­kíló­metra og allt á að ger­ast und­ir 400 metra hæð,“ sagði Ólaf­ur í fyr­ir­lestr­in­um. Svæði und­ir 400 metr­um, sem jafn­an er kallað lág­lendi, er sam­tals 44.391 fer­kíló­metri. Ólaf­ur benti á að um 20 þúsund fer­kíló­metr­ar af lág­lendi yrðu aldrei notaðir und­ir nýja skóga. Þar væri um að ræða jökla, fjör­ur, nú­ver­andi skóga, hraun, vot­lendi auk bæja- og borg­ar­lands.

Því væri fyrst og fremst verið að horfa til graslend­is, mos­lend­is, mold­ar, mela og mó­lend­is, en mó­lendi er þar lang­stærsti hlut­inn. Sam­kvæmt þessu er að sögn Ólafs verið að horfa til þess að ný­skóg­ur komi til á um 42% af landi sem geti flokk­ast sem út­hagi og er und­ir 400 metra hæð.

Hefði m.a. áhrif á heiðlóu, spóa og fálka

Teg­und­irn­ar sem Ólaf­ur horf­ir sér­stak­lega til vegna ábyrgðahlut­verks Íslands eru heiðlóa, lóuþræll, spói, stelk­ur, jaðrak­an og fálki, en fimm fyrstu fugl­arn­ir eru all­ir svo­kallaðir mó­fugl­ar. Seg­ir hann að spó­ar hér á landi telji til dæm­is um 70% af Evr­ópu­stofn­in­um, en þegar horft er til ábyrgðar­teg­unda er miðað við að alla vega 20% af viðkom­andi Evr­ópu­stofni noti land til annaðhvort varps eða komi þar við á far­tím­an­um um vor og haust.

Heiðlóan er einn þeirra fugla sem Ólafur segir að muni …
Heiðlóan er einn þeirra fugla sem Ólaf­ur seg­ir að muni verða fyr­ir miklu höggi með auk­inni skóg­rækt. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Sam­tals eru 25 ábyrgðar­teg­und­ir hér á landi og hef­ur Ísland skuld­bundið sig til að standa vörð um þær. Ólaf­ur seg­ir að teg­und­irn­ar 19 sem ættu ekki að verða fyr­ir áhrif­um af mik­illi skóg­rækt séu aðallega sjó­fugl­ar og fugl­ar sem haf­ist við í fjör­um.

Hverfa eft­ir 5-10 ár af skóg­rækt

Í fyr­ir­lestri sín­um vísaði Ólaf­ur til rann­sókna á áhrif­um skóg­rækt­ar á mó­fugla, meðal ann­ars frá Skotlandi, þar sem kom fram að fugl­arn­ir hverfa fljót­lega þegar tré fara að vaxa. „Við vit­um að þess­ir fugl­ar hverfa á fyrstu 5-10 ár­un­um eft­ir að skóg­ur­inn byrj­ar að vaxa upp. Það er ekk­ert annað fyr­ir þá að fara, þetta er þeirra búsvæði,“ seg­ir Ólaf­ur við mbl.is eft­ir fund­inn og bæt­ir við. „Ef við skerðum búsvæði þeirra skerðum við jafn­framt stofn­inn.“

Það fer eft­ir stofn­un­um hversu mik­il áhrif­in gætu verið til fækk­un­ar að sögn Ólafs, eða frá 29% af stofn­in­um í til­viki heiðlóu og 33-40% hjá þrem­ur öðrum teg­und­um mó­fugla og upp í 75% hjá jaðrak­an. Í til­felli fálk­ans væri um að ræða 50% fækk­un. „Það er al­veg útséð hvað ger­ist með þessa fugla ef af verður – stofn­ar þeirra minnka,“ seg­ir Ólaf­ur. „Fyr­ir teg­und­ir eins og jaðrak­an væri þetta stofn­hrun og fyr­ir aðrar teg­und­ir væri þetta veru­leg minnk­un á heild­ar­stofni.“

Hef­ur áhrif á mun fleiri teg­und­ir

„Við vær­um að bregðast hlut­verki okk­ar sem gæslu­menn þess­ara teg­unda,“ seg­ir Ólaf­ur um af­leiðing­ar þess að hrun yrði í stofn­un­um. „Það sem ger­ist nei­kvætt á Íslandi munu menn skynja úti í heimi. Þar verða færri fugl­ar sem koma.“

Hann tek­ur fram að í fyr­ir­lestri sín­um hafi hann aðeins beint sjón­um að fugl­um sem séu ábyrgðar­teg­und­ir. Hins veg­ar myndi skóg­rækt hafa áhrif á mun fleiri mó­fugla sem séu hins veg­ar hluti af stór­um Evr­ópu­stofni og myndi ekki hafa mark­tæk áhrif á heild­ar­stofn­inn, þótt það hefði mik­il áhrif hér heima. Nefn­ir hann til dæm­is stein­dep­il og snjó­titt­ling í því sam­hengi. Ólaf­ur nefn­ir hins veg­ar að með breyt­ing­um gætu aðrir fugl­ar komið hingað og það sé þegar farið að ger­ast með hlýrra veðurfari. Það séu hins veg­ar teg­und­ir með góða vernd­ar­stöðu í Evr­ópu. Seg­ir hann það já­kvæða viðbót við ís­lenska fugla­fánu, en slík breyt­ing bjargi ekki nýj­um teg­und­um fyr­ir þær sem verið væri að fórna.

Auk mófugla segir Ólafur að stórtæk skógrækt hefði áhrif á …
Auk mó­fugla seg­ir Ólaf­ur að stór­tæk skóg­rækt hefði áhrif á fálka­stofn­inn. mbl.is/​Skapti Hall­gríms­son

Hörð gagn­rýni á Skóg­rækt­ina

Sagði Ólaf­ur að Skóg­rækt­in hefði aldrei svarað al­menni­lega þegar bent hefði verið á af­leiðing­ar stór­tækr­ar skóg­rækt­ar nema með út­úr­snún­ing­um sem hann taldi upp á fund­in­um og kallaði „kjaftæði“. Þá tók hann fram að það væri fram­kvæmdaaðila að sýna fram á meint áhrifa­leysi fram­kvæmda.

Sagði hann að rök­semd­ir Skóg­rækt­ar­inn­ar væru meðal ann­ars að ekki væri um mikið land að ræða. „Það er ekki rétt. Þetta er veru­lega stór hluti móa og lág­lend­is sem fer und­ir,“ seg­ir hann og vís­ar aft­ur til út­reikn­ing­anna sem nefnd­ir eru hér að fram­an.

Þá seg­ir hann að ít­rekað hafi verið sagt að fugl­arn­ir muni bara fara annað. Seg­ir hann þá rök­semd held­ur ekki ganga upp. Full­orðnir fugl­ar séu átt­haga­trygg­ir og haldi áfram að koma á sama blett­inn þangað til þeir deyja og ung­arn­ir dreif­ist lítið. „Þú get­ur ekki pakkað inn í þessa móa, þeir bera ekki nema visst mikið af fugl­um,“ seg­ir hann.

End­ur­heimt vot­lend­is með hlut­laus eða já­kvæð áhrif

Ólaf­ur taldi upp nokk­ur verk­efni úr aðgerðaáætl­un­inni sem helst hafa áhrif á vist­kerfi fugla hér á landi og sagði að í flest­um til­fell­um væru áhrif­in hlut­laus eða já­kvæð. Það ætti meðal ann­ars við um tak­mark­an­ir og end­ur­heimt vot­lend­is og sam­starf við sauðfjár­bænd­ur um aðgerðir. Hins veg­ar væri fyr­ir­séð að áhrif­in af skóg­rækt­inni væru nei­kvæð.

Samkvæmt aðgerðaáætluninni á að fara í mikla skógrækt til að …
Sam­kvæmt aðgerðaáætl­un­inni á að fara í mikla skóg­rækt til að binda gróður­húsaloft­teg­und­ir. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert