Parísarsáttmálinn standi

00:00
00:00

Leiðtogi Kína, Xi Jin­ping, og for­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, lýstu því yfir í dag að Par­ís­arsátt­mál­inn sé óaft­ur­kræf­ur og standi en á mánu­dag hófu Banda­rík­in form­legt úr­sagn­ar­ferli.

Leiðtog­ar margra af helstu ríkj­um heims hafa lýst áhyggj­um eft­ir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ákvað að standa við kosn­ingalof­orð sitt um að draga Banda­rík­in út úr sam­komu­lag­inu.

Í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu Xi og Macron eft­ir fund þeirra í Pek­ing í dag lýstu þeir yfir stuðningi við Par­ís­arsátt­mál­ann og að hon­um verði ekki breytt. Um kröft­ug­ar aðgerðir í þágu lofts­lags­ins sé að ræða. Án þess að nefna Banda­ríki á nafni sagðist Macron harma ákv­arðanir sem aðrir hafi tekið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert