Stefnt er að því að ítalskt skíðasvæði verði fyrsta plastlausa skíðasvæðið í Evrópu. Ákvörðun þar að lútandi var tekin í kjölfar þess að í ljós kom mikið magn míkróplasts í jökli í nágrenninu.
Því var ákveðið að banna notkun plastflaskna, -poka, -hnífapara, -röra og -bolla þegar skíðasvæðið Pejo 3000 opnaði í byrjun skíðaverðtíðarinnar í Val di Sole, Trentino, í byrjun desember. Von er á frekari aðgerðum af hálfu svæðisins til þess að losa svæðið við plast.
Rannsókn vísindamanna við háskólann í Mílanó leiddi í ljós að yfirborð Forni-jökuls, sem er einn stærsti skriðjökullinn í ítölsku Ölpunum var þakið plastúrgangi.