Nemi uppgötvaði nýja plánetu

Wolf Cukier uppgötvaði plánetuna þegar hann var að rýna í …
Wolf Cukier uppgötvaði plánetuna þegar hann var að rýna í sólkerfið TOI 1338, en hann átti að vera að skoða hvernig tvær stjörnur myndu mætast og skapa myrkva þegar hann tók eftir einhverju á himinhnattarbrautinni umhverfis aðra þeirra sem hindraði ljósið. AFP

Sautján ára gamall nemandi uppgötvaði tilvist nýrrar plánetu á þriðja degi sínum í starfsnámi hjá NASA, Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, á dögunum.

Um er að ræða plánetu með tveimur stjörnum í 1.300 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Pictor. Plánetan mun vera 6,9 sinnum stærri en jörðin og aðeins sú þrettánda sinnar tegundar sem fundist hefur.

Wolf Cukier uppgötvaði plánetuna þegar hann var að rýna í sólkerfið TOI 1338, en hann átti að vera að skoða hvernig tvær stjörnur myndu mætast og skapa myrkva þegar hann tók eftir einhverju á himinhnattarbrautinni umhverfis aðra þeirra sem hindraði ljósið.

Yfirmenn hans hjá NASA vörðu nokkrum vikum í að staðfesta það sem hann hafði séð.

Frétt Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka